Jared Leto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jared Leto (2018)

Jared Joseph Leto (fæddur 26. desember 1971) er bandarískur leikari, kvikmyndaleikstjóri, framleiðandi og tónlistarmaður. Hann varð frægur fyrir að leika hjartaknúsarann Jordan Catalano í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni „My So-Called Life“ sem gerði hann að stjörnu. Hann hefur síðan þá leikið í mörgum vinsælum kvikmyndum þar á meðal „The Thin Red Line“, „Girl, Interrupted“, „Urban Legend“ og „Requiem for a Dream“. Leto hefur unnið með leikstjóranum David Fincher í myndunum „Fight Club“ og „Panic Room“. Leto er einnig aðalsöngvari hljómsveitarinnar 30 Seconds to Mars. Hann og eldri bróðir hans, Shannon Leto stofnuðu hljómsveitina árið 1998 og hafa þeir síðan gefið út fjórar plötur.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.