Breiðabólstaður (Skógarströnd)
Útlit
(Endurbeint frá Breiðabólstaður á Skógarströnd)
Breiðabólstaður á Skógarströnd er bær, fornt höfuðból, kirkjustaður og fyrrum prestssetur á Snæfellsnesi. Kirkja hefur verið þar síðan árið 1563 og þar brann með öllum gripum eldri kirkja árið 1971, en ný kirkja var reist þar aftur fljótlega, eða árið 1973.
Sögur og sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Í Eiríks sögu rauða segir að á Breiðabólstað á Skógarströnd hafi búið Þorgestur hinn gamli Steinsson og léði Eiríkur honum eitt sinn setstokka. Þegar svo Þorgestur skilaði ekki stokkum þessum, gerði Eiríkur rauði sér ferð og sótti þá. Þessu reiddist Þorgestur svo að hann veitti Eiríki eftirför. Sló svo í bardaga með þeim hjá Dröngum og féllu þar tveir synir Þorgests, sem þótti þar hafa farið ógæfuför.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.