Fara í innihald

Söngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Söngvari)
Sungið.
Þessi segulómmynd sýnir útlit raddfæranna þegar sungið er.

Söngur er tónlist flutt af söngvara, sem myndar tónana með raddböndunum.

Það að púa er að syngja orðalaust (sbr. púa eitthvert lag), raula eða söngla er að syngja lágt, kveða fyrir munni sér, rolla er að syngja hátt og illa, tripla er að syngja með trillum (eða þríradda) og að kveða undir nefnist það að fylgja öðrum í söng.

Klassískur söngur skiptir raddsviði í kvennraddir sópran (efri) og alt (neðri) og karlraddir tenór (efri) og bassa (neðri). Síðan eru til raddsvið innan þessarra radda.

Söngtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Söngstílarnir eru margir. Til er bablsöngur (enska: scat singing), flúrsöngur (enska: coloratura), grallarasöngur (gamaldags sálmasöngur), gregoríanskur söngur, kanón (lágsöngur), keðjusöngur, kórall (einraddaður söngur án undirleiks), lessöngur, rapp, samsöngur, tvísöngur (samsöngur tveggja manna í tveimur röddum), íslenskur tvísöngur (fimmundarsöngur, einnig nefndur kvintsöngur), vinnusöngur, víxlsöngur, vókalísa (franska: vocalise), þrepsöngur og þrísöngur osfrv.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.