Borgarplast

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borgarplast hf er iðnaðarframleiðslufyrirtæki sem var stofnað í Borgarnesi árið 1971 með uppsetningu frauðplastverksmiðju. Árið 1983 var hverfimótunardeild stofnuð við Hafnarbraut í Kópavogi sem síðan var flutt í Sefgarða á Seltjarnarnesi árið 1988. Síðla á árinu 2008 voru verksmiðjurnar í Borgarnesi og Seltjarnarnesi sameinaðar á sömu lóðinni að Völuteig 31 og 31A í Mosfellsbæ. Hjá fyrirtækinu vinna 30-40 manns, eftir verkefnastöðu hverju sinni.

Vörur úr Polyethylene og Polystyrene[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðslulína Borgarplasts samanstendur af vörum framleiddum úr polystyrene (EPS) og polyethylene (PE) að mestu til nota í matvæla- og byggingariðnaði.

Gæða- og umhverfisstefna[breyta | breyta frumkóða]

Borgarplast er handhafi alþjóðlega gæðavottunarstaðalsins ÍST EN ISO 9001, síðan 1993. Einnig rekur fyrirtækið vottað umhverfisstjórnunarkerfi ÍST EN ISO 14001 og hefur gert síðan 1999. Árlega rennur 6-8% af veltunni til gæða-, umhverfis- og vöruþróunarmála.

Framleiðslugeta[breyta | breyta frumkóða]

Árleg framleiðslugeta hverfismótunardeildar fyrirtækisins samsvarar framleiðslu á 75 þúsund einangruðum kerum.

Viðskiptavinir[breyta | breyta frumkóða]

Mikil áhersla er lögð á útflutning á framleiðsluvörum fyrirtækisins en einnig á heimamarkað. Að jafnaði eru árlega fluttar út vörur til um 30 landa víðsvegar um heim, einkum einangruð ker og vörubretti.

Vörur til byggingariðnaðar eru seldar á heimamarkaði og til nágrannalandanna Færeyja og Grænlands.