Fara í innihald

Steinar Þór Guðgeirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steinar Þór Guðgeirsson (19. ágúst 1971) er íslenskur lögfræðingur, knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari og fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Steinar lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hann hóf þegar störf við lögmennsku og varð hæstaréttarlögmaður árið 2004. Hann hefur verið meðeigandi í Lögfræðistofu Reykjavíkur frá 2001.[1]

Steinar var skipaður í skilanefnd Kaupþings banka og tók við formennsku í henni síðla árs 2008.[2]

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

Steinar lék knattspyrnu með yngri flokkum Knattspyrnufélagsins Fram. Fyrstu leikir hans í meistaraflokki voru sumarið 1989 og kom hann við sögu í sigri Framara í úrslitum bikarkeppni KSÍ sama ár.[3] Árið eftir varð hann Íslandsmeistari með Framliðinu.[heimild vantar]

Árið 1992 til 1993 lék Steinar með belgíska liðinu KFC Heultje. Að því loknu sneri hann aftur til Fram og lék þar uns hann lagði skóna á hilluna haustið 2000, ef undan er skilið sumarið 1998 þegar hann var í herbúðum Íslandsmeistaraliðs ÍBV.

Steinar Guðgeirsson lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands og einn A-landsleik, í 5:1 sigri á Tyrkjum sumarið 1991.

Sumarið 2003 var Steinar ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs Fram , sem sat á botninum eftir fjórar umferðir. Undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli í lokaumferð mótsins. Eru þetta einu afskipti hans af þjálfun meistaraflokks.

Árið 2007 var Steinar kjörinn formaður Knattspyrnufélagsins Fram og gegndi stöðunni að nafninu til til ársins 2010, en hafði þó í raun dregið sig í hlé á miðju ári 2009 vegna anna. Homar kinlig


Fyrirrennari:
Guðmundur B. Ólafsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(20072010)
Eftirmaður:
Kjartan Þór Ragnarsson


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Vefur Lögmannsstofu Reykjavíkur“.
  2. „Viðskiptablaðið 22. október 2008“.
  3. „Morgunblaðið 29. ágúst 1989“.