Frank Zappa

Frank Vincent Zappa (f. 21. desember 1940, d. 4. desember, 1993) var bandarískur gítarleikari og tónlistarmaður. Hann spilaði framsækið rokk af ýmsu tagi, popp, djass og klassíska tónlist. Í byrjun ferilsins stofnaði hann hljómsveitina Mothers of Invention. Zappa var afkastamikill og gaf út 62 plötur á ferli sínum frá 1968-1993. Um 50 plötur hafa verið gefnar út eftir andlát hans.[1]
Zappa var oft gamansamur og pólitískur í textagerð og barðist gegn ritskoðun[2]. Hann kom fram fyrir Bandaríkjaþing árið 1985 þegar það fjallaði um ritskoðun á tónlist.
Zappa var valinn númer 22. af 100 bestu gítarleikurum af tímaritinu Rolling Stone.[3]
Sonur hans Dweezil Zappa hefur haldið tónlist hans lifandi síðustu ár með hljómsveitinni Zappa Plays Zappa en þar koma fram ýmsir tónlistarmenn sem hafa spilað með Zappa í gegnum árin, þar á meðal Steve Vai, gítarleikari. Hljómsveitin kom til Íslands árið 2006. [4]