Blisskerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Blisstáknkerfið er tjáskiptakerfi sem upprunalega var þróað af Charles K. Bliss (1897-1985) sem alþjóðlegt tjáskiptakerfi. Það var fyrst notað til að hjálpa líkamlega fötluðum börnum til að tjá sig af þverfaglegum rannsóknarhópi í stjórn Shirly McNaughton við Ontario Crippled Children's Centre árið 1971.

Í dag samanstendur Blisstáknkerfið af tæplega 4.500 táknum. Hvert tákn eða Blissorð samanstendur af einu eða fleiri Blisstáknum sem hægt er að sameina og tengja á óteljandi vegu til að skapa ný tákn. Blissorðum má raða til að mynda allskonar setningar.

Einföld form eru notuð svo að táknin séu auðskilin og fljótleg að teikna auk þess sem táknin geta staðið fyrir óhlutstæð jafnt sem hlutstæð hugtök. Börn og fullorðnir geta notað Blisskerfið og hæfir það einstaklingum með mismikla skilningshæfni.

Blisskerfið er auðlært og er hægt að byrja að nota áður en fólk lærir að lesa. Engu að síður er það nógu margbrotið til þess að hægt sé að tjá hugsanir, hugmyndir og tilfinningar. Orðaforðinn eykst eftir því sem hæfni eykst.

Sum táknin eru myndræn og líta út eins og hluturinn sem þau tákna en önnur standa fyrir hugmyndir (t.d. að gefa, viska, hugur). Þar að auki má sameina tákn til að skapa ný.[1]

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

blissymbols Ég vil fara í bíó.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Blissymbolics Communication International [1] Geymt 2010-03-07 í Wayback Machine