Bautinn
Útlit
Bautinn er veitingastaður í Hafnarstræti 92 á Akureyri sem opnaði þann 6. apríl 1971. Bautinn var lítill staður í upphafi, en hefur stækkað mikið á undanförnum árum. Staðurinn er með hina ýmsu smáretti á boðstólnum, salatbar og hefur einnig töluvert úrval af allavega kjötréttum, enda þýðir bauti barið nautakjöt, buff.