Fara í innihald

Skeiðarársandur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skeiðarársandur
Gervihnattarmynd.

Skeiðarársandur er gríðarstórt sandflæmi undan Skeiðarárjökli sem nær til sjávar. Skeiðarársandur er myndaður af framburði jökuláa og er stærsti sandur í heimi en hann þekur um 1300 km² svæði. Eldgos undir jöklinum hafa valdið mörgum jökulhlaupum, síðast árið 1996. Þessi hlaup sem eiga upptök sín í Grímsvötnum eru kölluð Skeiðarárhlaup.

Næst jöklinum er Skeiðarársandur afar grýttur, nánast stórgrýti en eftir því sem fjær dregur er sandurinn aur og möl og næst sjó er hann sandur og leir. Lítill gróður hefur verið á Skeiðarársandi í gegnum aldirnar. En upp úr aldamótum hefur birki breitt sig út á sandinum og er skógur að myndast [1]. Fljót hafa skipt um farvegi vegna gosumbrota.

Sandurinn er mikilvægt selalátur. Landselur og útselur kæpa við ströndina. Skeiðarársandur er eitt stærsta varpsvæði skúms á Íslandi. Sandurinn er eitt aðalvaxtarsvæði safastarar á Íslandi.

Mörg skip hafa strandað á sandinum í aldanna rás, þekktasta strandið var 19. september árið 1667 þegar Het Wapen van Amsterdam strandaði þar. Árið 1904 var byggt skipbrotsmannaskýli á sandinum og var það fyrsta slíka skýlið á Íslandi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Skógur á Skeiðarársandi Mbl.is, skoðað 14. mars 2020.