Roman Polanski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Roman Polański)
Roman Polanski árið 2013.

Rajmund Roman Thierry Polański (f. 18. ágúst 1933) er fransk-pólskur kvikmyndagerðarmaður. Hann fæddist í Frakklandi en flutti með foreldrum sínum, sem voru pólskir gyðingar, til Kraká 1937. Báðir foreldrar hans voru fluttir í fangabúðir nasista og móðir hans var myrt fljótlega eftir komu sína til Auschwitz. Hann lifði stríðsárin af á flótta. Eftir stríð gekk hann í Kvikmyndaskólann í Łódź. Hann náði athygli með kvikmyndinni Hnífur í vatni árið 1962 og flutti eftir það til Frakklands. Síðar bjó hann í Englandi og Bandaríkjunum þar sem hann giftist leikkonunni Sharon Tate. Hún var myrt í Hollywood af Manson-genginu meðan hann var við störf í London. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna 1971. Árið 1977 var hann ákærður fyrir að nauðga barnungri fyrirsætu. Polanski, sem var þá orðinn franskur ríkisborgari, flúði til Frakklands og hefur ekki snúið aftur til Bandaríkjanna síðan. Bandarísk yfirvöld hafa nokkrum sinnum krafist framsals hans en án árangurs.

Polanski hefur gert mikinn fjölda kvikmynda og er margverðlaunaður leikstjóri. Meðal þekktustu mynda hans eru Viðbjóður (Repulsion) frá 1965, Blindgata (Cul-de-sac) frá 1966, Barn Rosemary (Rosemary's Baby) frá 1968, Kínahverfið (Chinatown) frá 1974, Leigjandinn (Le Locataire) frá 1976, Tess frá 1979, Örvænting (Frantic) frá 1988, Níunda hliðið (The Ninth Gate) frá 1999 og Píanóleikarinn (The Pianist) frá 2002.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.