Fara í innihald

Hannes Bjarnason (1971)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hannes Bjarnason (fæddur 25. apríl 1971) er menntaður landfræðingur og forsetaframbjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2012.

Hannes er fæddur og uppalinn í Eyhildarholti í Skagafirði.

Hannes lauk stúdenstprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal og eftir það lagði hann stund á landafræði við Háskóla Íslands og svo seinna Høgskolen i Telemark og útskrifaðist með BS próf. Þá hefur hann stundað nám við Handelshøgskolen BI í Osló þar sem hann hefur lagt stund á Master of Management.

Í marsmánuði 2012 tilkynnti hann um forsetaframboð sitt [1] í fréttablaðinu Feyki sem kemur út á Sauðárkróki.

Eiginkona Hannesar er Charlotte Kvalvik og eiga þau eina dóttur saman en Hannes átti tvö börn úr fyrra sambandi og Charlotte eitt.

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hannes vill verða forseti: Vill skapa betra samfélag“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2012. Sótt 8. apríl 2012.