Hannes Bjarnason (1971)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hannes Bjarnason (fæddur 25. apríl 1971) er menntaður landfræðingur og forsetaframbjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2012.

Hannes er fæddur og uppalinn í Eyhildarholti í Skagafirði.

Hannes lauk stúdenstprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal og eftir það lagði hann stund á landafræði við Háskóla Íslands og svo seinna Høgskolen i Telemark og útskrifaðist með BS próf. Þá hefur hann stundað nám við Handelshøgskolen BI í Osló þar sem hann hefur lagt stund á Master of Management.

Í marsmánuði 2012 tilkynnti hann um forsetaframboð sitt [1] í fréttablaðinu Feyki sem kemur út á Sauðárkróki.

Eiginkona Hannesar er Charlotte Kvalvik og eiga þau eina dóttur saman en Hannes átti tvö börn úr fyrra sambandi og Charlotte eitt.

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]