Bengalflói
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/77/India_78.40398E_20.74980N.jpg/220px-India_78.40398E_20.74980N.jpg)
Bengalflói er þríhyrnt hafsvæði eða gríðarstór flói í norðausturhluta Indlandshafs á milli Indlandsskaga og Andamaneyja við Malakkaskaga. Við norðurenda flóans er indverska ríkið Vestur-Bengal, sem flóinn dregur nafn af, og landið Bangladess. Í suðvestri er eyjan Srí Lanka (áður Seylon) og Andaman- og Níkóbareyjar marka flóann til austur. Austan megin við flóann eru Mjanmar (áður Búrma) á Malakkaskaga, en austan megin við Andamaneyjar, við strönd Taílands, er Andamanhaf.
Helstu ár sem renna í flóann norðanmegin eru Gangesfljót, Meghna og Brahmaputra, og suðvestanmegin Mahanadi, Godavari, Krishnafljót og Kaveri. Norðaustanmegin rennur fljótið Ayeyarwaddy út í flóann frá Mjanmar. Fljótin Ganges, Meghna og Brahmaputra renna öll um sömu árósa þar sem Sundarban fenjaviðarskógarnir eru.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Wiktionary-logo-is.png/35px-Wiktionary-logo-is.png)