Nýja-Sjáland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nýja Sjáland)
Stökkva á: flakk, leita
Nýja-Sjáland
New Zealand (enska)
Aotearoa (maórí)
Fáni Nýja Sjálands Skjaldamerki Nýja Sjálands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Ekkert. Áður: „Onward“ (enska: Áfram)“
Þjóðsöngur:
God Defend New Zealand/God Save the Queen
Staðsetning Nýja Sjálands
Höfuðborg Wellington
Opinbert tungumál enska, maórí, nýsjálenskt táknmál
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn
Elísabet 2.
Jerry Mateparae
John Key
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
75. sæti
269.652 km²
1,6
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
122. sæti
4.509.900
16/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
122.193 millj. dala (64. sæti)
27.668 dalir (30. sæti)
Gjaldmiðill Nýsjálenskur dalur
Tímabelti UTC +12 (UTC +13 yfir sumarið)
Keyrt er vinstri megin
Þjóðarlén .nz
Landsnúmer 64

Nýja-Sjáland er land í Eyjaálfu sem samanstendur af tveimur eyjum, Norðurey og Suðurey, auk fjölda minni eyja. Nýja Sjáland er í Tasmanhafi í Suður-Kyrrahafi um 1.500 kílómetrum austan við Ástralíu og um 1.000km sunnan við Nýju Kaledóníu, Fídjieyjar og Tonga. Hæsta fjall Nýja Sjálands heitir Mount Cook.

Evrópumenn komu þangað fyrst 1642 og voru það Hollendingar sem gáfu landinu nafn eftir Sjálandi í Hollandi. Fyrir bjuggu þar maóríar sem komu þangað einhverntíman á milli 1250 og 1300 e.Kr. en á þeirra tungumáli kallast landið Aotearoa, oftast þýtt sem „land hins langa hvíta skýs“. Maóríar gengu Breska heimsveldinu á hönd 1840 með Waitangi-friðarsamningnum. Mikill meirihluti núverandi íbúa Nýja Sjálands eru af evrópskum uppruna og enska er opinbert tungumál. Tæplega 15% íbúa eru maóríar.

Í gegnum tíðina hefur ein helsta útflutningsvara Nýja Sjálands verið landbúnaðarvörur á borð við ull og mjólkur- og kjötvörur en það hefur breyst á síðustu áratugum með vaxandi vægi þjónustuiðnaðar. Efnahagur landsins er enn mjög háður alþjóðamarkaði með landbúnaðarvörur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Greinar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.