Fara í innihald

Hugo Banzer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugo Banzer

Hugo Banzer Suárez (10. maí, 19265. maí, 2002) var í tvígang forseti Bólivíu; í fyrra skiptið, frá 21. ágúst 1971 til 21. júlí 1978 var hann einræðisherra sem komst til valda í kjölfar herforingjabyltingar, og í síðara skiptið sem kjörinn forseti. Í valdatíð hans varð Bólivía þátttakandi í Kondóráætluninni sem fólst í kúgun og morðum á vinstrisinnum í mörgum löndum Suður-Ameríku. Pólitískir andstæðingar voru fangelsaðir og í sumum tilvikum pyntaðir. Efnahagur landsins batnaði hins vegar vegna betri aðgangs að erlendu lánsfé. Framan af studdu hægriflokkarnir hann í valdastóli en 1974 bannaði Banzer alla starfsemi stjórnmálaflokka í landinu. Honum var á endanum steypt af stóli af herforingjum undir stjórn David Padilla sem boðaði til kosninga. Banzer stofnaði þá hægri-íhaldsflokkinn Acción Democrática Nacionalista og bauð sig fram til forseta á ný. Það tókst ekki fyrr en árið 1997 þegar hann var 71 árs gamall. Hann var forseti árið 2000 þegar Vatnsstríðið í Cochabamba átti sér stað.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.