Norðursjór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Norðursjó.

Norðursjór eða Englandshaf er hafsvæði í Atlantshafinu sem markast af meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Danmörku og Noregi. Norðursjór tengist við Eystrasalt í austri um Skagerrak og Kattegat, Stórabelti og Litlabelti. Að sunnanverðu er tenging um Dover-sund og Ermarsund sem leiðir út í Atlantshafið aftur og að norðanverðu endar Norðursjór þar sem Noregshaf hefst.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.