Fara í innihald

Breska þingið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Westminsterhöll, þinghús breska þingsins.

Þing hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands (e. Parliament of the United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland), í daglegu tali breska þingið er löggjafarþing Bretlands og Bresku yfirráðasvæða. Það samanstendur af þremur einingum: tvær þingdeildum: efri deildinni, lávarðadeildinni (e. House of Lords), neðri deildinni (e. House of Commons) og konungnum Karli 3., sem er þinghöfðingi. Í daglegu ensku tali er breska þingið líka þekkt einfaldlega sem Westminster eftir Westminsterhöll þar sem þingið hittist sem er þekkt kennileiti í London.

Breska þingið var stofnað árið 1707 með Sambandslögunum sem sameinuðu enska þingið og skoska stéttaþingið. Reyndar var þetta þing áframhald enska þingsins með skoskum þing- og aðalsmönnum. Þingið stækkaði við myndun Þings Stóra-Bretlands og útrýmingu írska þingsins með Sambandslögunum 1800. Þá urðu þeir 100 þingmenn írska þingsins og þeir 32 herrar þess meðlimir í Þingi Stóra-Bretlands og Írlands.

Breska þingið hefur verið notað sem fyrirmynd fyrir mörg önnur þing um allan heim, fyrst og fremst ríkjum sem tilheyra eða tilheyrðu Breska samveldinu. Þing sem eru byggð á þessari fyrirmynd eru talin nota Westminster-kerfið.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Fyrri þing[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka? - Evrópuvefurinn.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.