Nicholas Brendon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nicholas Brendon
Nicholas Brendon
Nicholas Brendon
Upplýsingar
FæddurNicholas Brendon Schultz
12. apríl 1971 (1971-04-12) (52 ára)
Ár virkur1993 -
Helstu hlutverk
Xander Harris í Vampírubaninn Buffy
Seth Richman í Kitchen Confidential
Kevin Lynch í Criminal Minds

Nicholas Brendon (fæddur Nicholas Brendon Schultz, 12. apríl 1971) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Vampírubananum Buffy, Kitchen Confidential og Criminal Minds.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Brendon er fæddur og uppalinn í Los Angeles í Kaliforníu. Brendon spilaði hafnarbolta og ætlaði sér að verða atvinnumaður fyrir L.A. Dodgers en þurfti að hætta við þegar hann meiddist á handlegg.[1] Brendon tók upp leiklistina um tvítugt til þess að komast yfir stamið sem hann var með.[2] Brendon hætti sem leikari eftir aðeins tvö ár því hann þoldi ekki pólitíkina í Hollywood. Ákvað Brendon að fara í nám og læra læknisfræði, sem gekk ekki upp, prófaði hann síðan hin ýmsu störf á borð við aðstoðarmaður pípara, leikskólakennari, þjónn og sem aðstoðarmaður framleiðslustjóra við Dave's World sjónvarpsþáttinn.[3] Brendon hefur unnið mikið fyrir Stuttering Foundation of America samtökin og var fyrsta perónan til þess að vera heiðursmaður við Stuttering Foundation of America's Stuttering Awareness vikuna þrjú ár í röð, frá 2000-2003.[4][5] Brendon á eineggjatvíbura bróður, Kelly Donovan sem einnig er leikari. Brendon giftist leikkonunni Tressa DiFiglia árið 2001 en þau skildu síðan árið 2006.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverk Brendons var árið 1993 í Married with Children. Árið 1996 þá var Brendon boðið hlutverk í Vampírubaninn Buffy sem Xander Harris, sem hann lék til ársins 2003. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Without a Trace, Private Practice og Criminal Minds. Brendon hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Demon Island, Blood on the Highway og The Portal.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2000 Psycho Beach Party Starcat
2002 Demon Island Kyle
2007 Unholy Lucas
2008 Blood on the Highway Chase Sinclair
2009 The Quincy Rose Show Nicky
2009 A Golden Christmas Michael
2010 The Portal Paul
2011 Hard Love Rich
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1993 Married with Children Maður í klíku Ray-Rays Þáttur: Hood in the Boyz
1995 Dave´s World ónefnt hlutverk Þáttur: Do the Write Thing
2003 The Pool at Maddy Breaker´s ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1996-2993 Vampírubaninn Buffy Xander Harris 145 þættir
2004 Buffy the Vampire Slayer: The Animated Series Xander Harris Sjónvarpssería
Talaði inn á
2004 Celeste in the City Dana Blodgett/Harrison Sjónvarpsmynd
2005-2006 Kitchen Confidential Seth Richman 13 þættir
2006 Relative Chaos Gil Gilbert Sjónvarpsmynd
2007 Fire Serpent Jake Relm Sjónvarpsmynd
2006-2007 American Dragon: Jake Long Huntsboy #89 6 þættir
Talaði inn á
???? Turbo Dates Cameron Þáttur: Full Disclosure
2009 Without a Trace Edger Þáttur: Undertow
2009 My Neighbor´s Secret Brent Sjónvarpsmynd
2010-2011 Private Practice Lee McHenry 4 þættir
2007-2011 Criminal Minds Kevin Lynch 11 þættir


Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nicholas Brendon - Yahoo! TV“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2011. Sótt 15. nóvember 2011.
  2. BUFFY THE VAMPIRE SLAYER - Interview with Nicholas Brendon
  3. „Nicholas Brendon“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. febrúar 2012. Sótt 15. nóvember 2011.
  4. Ævisaga Nicholas Brendon á IMDB síðunni
  5. „Ævisaga Nicholas Brendon á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 15. nóvember 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]