Bob Hilliard
Útlit
Bob Hilliard (28. janúar 1918 – 1. febrúar 1971) var bandarískur textahöfundur fæddur í New York-borg. Hann hóf feril sinn á Tin Pan Alley. Hann starfaði með mörgum frægum lagahöfundum á borð við Burt Bacharach, Carl Sigman, Jule Styne, Mort Garson, Sammy Mysels, Dick Sanford, Milton DeLugg, Philip Springer, Lee Pockriss og Sammy Fain. Hillard og Bacharach sömdu meðal annars lagið „Three Wheels on My Wagon“ sem Ómar Ragnarsson íslenskaði og staðfærði sem „Þrjú hjól undir bílnum“ 1965.
Hillard varð frægur fyrir lög í Broadway-söngleikjunum Angel in the Wings og Hazel Flagg en er líklega einkum minnst fyrir lögin í teiknimyndinni Lísu í Undralandi frá Walt Disney.