Fara í innihald

Alþjóðlegu fornsagnaþingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþjóðlegu fornsagnaþingin eða International Saga Conference eru ráðstefnur eða þing um íslenskar og norrænar fornbókmenntir og skyld efni, sem haldnar eru á þriggja ára fresti.

Frumkvæðið að fornsagnaþingunum átti Hermann Pálsson prófessor í Edinborg, og skipulagði hann fyrsta þingið sem haldið var þar árið 1971. Það næsta var haldið í Reykjavík tveimur árum síðar, en síðan hafa þingin verið haldin á þriggja ára fresti. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Fornsagnaþingin eru bæði fræðilegur og félagslegur vettvangur fræðimanna í þessum greinum.

Ráðstefnurit hafa að jafnaði verið prentuð (það fyrsta er fjölritað). Í þeim var oft aðeins birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi ráðstefnu, en aðrir birtust oft síðar, t.d. í tímaritum. Síðari árin hafa ráðstefnuritin verið svokölluð forprent, þ.e. þau eru gefin út áður en ráðstefnan eða þingið hefst og eru fyrirlestrarnir þar í styttri gerð.

Listi yfir fornsagnaþingin[breyta | breyta frumkóða]

 1. International Saga Conference, — Fyrsta alþjóðlega fornsagnaþingið, Edinborg, Skotlandi, 21. – 28. ágúst 1971. — Aðalviðfangsefni: The Icelandic Sagas and Western Literary Tradition.
 2. International Saga Conference, — Annað alþjóðlega fornsagnaþingið, Reykjavík, Íslandi, 1973. —
 3. International Saga Conference, — Þriðja alþjóðlega fornsagnaþingið, Osló, Noregi, 1976. —
 4. International Saga Conference, — Fjórða alþjóðlega fornsagnaþingið, München, Þýskalandi, 30. júlí – 4. ágúst 1979. —
 5. International Saga Conference, — Fimmta alþjóðlega fornsagnaþingið, Toulon, Frakklandi, 1982. —
 6. International Saga Conference, — Sjötta alþjóðlega fornsagnaþingið, Kaupmannahöfn, Danmörku, 28. júlí – 28. ágúst 1985. —
 7. International Saga Conference, — Sjöunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Spoleto, Ítalíu, 4. – 10. september 1988. —
 8. International Saga Conference, — Áttunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Gautaborg, Svíþjóð, 11. – 17. ágúst 1991. — Aðalviðfangsefni: The Audience of the Sagas.
 9. International Saga Conference, — Níunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Akureyri, Íslandi, 31. júlí – 6. ágúst 1994. — Aðalviðfangsefni: Samtíðarsögur / The Contemporary Sagas.
 10. International Saga Conference, — Tíunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Þrándheimi, Noregi, 3. – 9. ágúst 1997. — Aðalviðfangsefni: Sagaene og Noreg / Sagas and the Norwegian Experience.
 11. International Saga Conference, — Ellefta alþjóðlega fornsagnaþingið, Sydney, Ástralíu, 4. – 7. júlí 2000. — Meginþema: Old Norse Myths, Literature & Society.
 12. International Saga Conference, — Tólfta alþjóðlega fornsagnaþingið, Bonn, Þýskalandi, 28. júlí – 2. ágúst 2003. — Meginþema: Scandinavia and Christian Europe in the Middle Ages.
 13. International Saga Conference, — Þrettánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Durham og York, Englandi, 6. – 12. ágúst 2006. — Vefsíða ráðstefnunnar.
 14. International Saga Conference, — Fjórtánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Uppsölum, Svíþjóð, 9. – 15. ágúst 2009. — Vefsíða ráðstefnunnar.
 15. International Saga Conference, — Fimmtánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Árósum, Danmörku, 5. – 11. ágúst 2012. — Vefsíða ráðstefnunnar.
 16. International Saga Conference, — Sextánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Zürich, Sviss, 9. – 15. ágúst 2015. — Vefsíða ráðstefnunnar. — Meginþema: Sagas and Space.
 17. International Saga Conference, — Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Reykjavík og Reykholti, 12. – 17. ágúst 2018. — Vefsíða ráðstefnunnar. — Meginþema: Íslendingasögur.
 18. International Saga Conference, — Átjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Helsinki og Tallinn, 8. – 14. ágúst 2021. — Vefsíða ráðstefnunnar. — Meginþema: Sagas and the Circum-Baltic Arena.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Viðkomandi vefsíður.