Mánuður
Mánuður er tímabil sem hefur enga fasta lengd. Upprunalega voru þeir allir 30 sólarhringar og er það nokkurn veginn tíminn sem líður á milli fullra tungla. Yfir söguna hafa lengdir mánaða verið breytilegar og geta núna haft 28 til 31 sólarhringa eftir því hvaða mánuð er um að ræða.
Nú eru 12 mánuðir í árinu og hafa þeir allir sín eigin nöfn, sá fyrsti heitir janúar og sá síðasti desember. Á Íslandi var hins vegar annað skipulag á mánuðum áður en núverandi skipulag var tekið upp.
Núverandi mánaðarskipulag:[breyta | breyta frumkóða]
Í gregoríska tímatalinu eru, líkt því júlíanska, tólf mánuðir:
- Janúar (31 dagur)
- Febrúar (28 dagar, 29 á hlaupári)
- Mars (31 dagur)
- Apríl (30 dagar)
- Maí (31 dagur)
- Júní (30 dagar)
- Júlí (31 dagur)
- Ágúst (31 dagur)
- September (30 dagar)
- Október (31 dagur)
- Nóvember (30 dagar)
- Desember (31 dagur)
Eldra mánaðarskipulag[breyta | breyta frumkóða]
Á Íslandi var til forna notað eftirfarandi mánaðarskipulag miðað við núverandi tímatal:
- Þorri – Hefst á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19. til 25. janúar.
- Góa – Hefst á sunnudegi í 18. viku vetrar á bilinu 18. til 24. febrúar.
- Einmánuður – Hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar á bilinu 20. til 26. mars.
- Harpa – Hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl.
- Skerpla – Hefst á laugardegi í 5. viku sumars á bilinu 19. til 25. maí.
- Sólmánuður – Hefst á mánudegi í 9. viku sumars á bilinu 18. til 24. júní.
- Heyannir – Hefst á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri á bilinu 23. til 30. júlí.
- Tvímánuður – Hefst á þriðjudegi í 18. viku sumars eða hinni 19., ef sumarauki er, á bilinu 22. til 28. ágúst.
- Haustmánuður – Hefst á fimmtudegi í 23. viku sumars á bilinu 20. til 26. september.
- Gormánuður – Hefst á laugardegi á bilinu 21. til 27. Október.
- Ýlir – Hefst á mánudegi í 5. viku vetrar á bilinu 20. til 27. nóvember.
- Mörsugur – Hefst á miðvikudegi í 9. viku vetrar á bilinu 20. til 27. desember.