10. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
10. júní er 161. dagur ársins (162. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 204 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1190 - Þriðja krossferðin: Friðrik 1. keisari drukknaði í Salef-á á leið með her sinn til Jerúsalem.
- 1596 - Willem Barents og Jacob van Heemskerk uppgötvuðu Bjarnarey.
- 1610 - Fyrstu hollensku landnemarnir settust að á Manhattaneyju.
- 1610 - Floti Thomas West kom með nýja landnema til Jamestown. Við það urðu bæjarbúar 300 talsins.
- 1619 - Uppreisnarmenn í Bæheimi biðu ósigur fyrir keisarahernum í orrustunni við Sablat.
- 1645 - Oliver Cromwell var gerður að riddaraliðsforingja.
- 1829 - Fyrsta kappróðrarkeppnin milli Oxford-háskóla og Cambridge-háskóla var haldin.
- 1898 - Bandarískir landgönguliðar gengu í land á Kúbu.
- 1924 - Fasistar rændu ítalska sósíalistaleiðtoganum Giacomo Matteotti í Róm.
- 1928 - Menja, togari sem var 296 br. smálestir að stærð, smíðaður í Hamborg árið 1920, sekkur út á Hala án þess að skýring fæst á. Slysið síðar nefnt Menjuslysið.[1]
- 1935 - AA-samtökin voru stofnuð
- 1940 - Seinni heimsstyrjöld: Þýskar sveitir náðu að Ermarsundi.
- 1940 - Seinni heimsstyrjöld: Ítalir sögðu Frökkum og Bretum stríð á hendur. Kanada lýsti Ítalíu stríð á hendur.
- 1940 - Seinni heimsstyrjöld: Noregur féll í hendur Þjóðverja.
- 1947 - Saab framleiddi fyrsta bílinn sinn.
- 1967 - Sex daga stríðinu lauk með sigri Ísraela.
- 1975 - Karl 16. Gústaf Svíakonungur kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1977 - Sala hófst á heimilistölvunni Apple II.
- 1978 - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1986 - Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Mynd Ragnheiðar Jónsdóttur var á seðlinum, en hún var eiginkona tveggja Hólabiskupa.
- 1988 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988 hófst í Þýskalandi.
- 1988 - Söngvabyltingin hófst í Eistlandi.
- 1990 - Alberto Fujimori var kjörinn forseti Perú.
- 1992 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992 hófst í Svíþjóð.
- 1992 - Kvikmyndaverðlaunin MTV Movie Awards voru veitt í fyrsta sinn.
- 1993 - Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá, sem lengi hefur gert garðinn frægan, var fallinn þegar ferðamannahópur kom að honum. Allt virtist í lagi með hann tveimur vikum áður.
- 1997 - Leiðtogi rauðu kmeranna, Pol Pot, fyrirskipaði aftöku varnarmálaráðherra síns, Son Sen, og 11 fjölskyldumeðlima rétt áður en hann flúði sjálfur úr fylgsni sínu í norðurhluta Kambódíu.
- 1998 - Þjóðlendulögin voru samþykkt á Alþingi.
- 1999 - 897.000 lítrar af bensíni láku úr neðanjarðarleiðslu í Bellingham (Washington). Í kjölfarið varð sprenging sem leiddi til dauða 3.
- 2002 - Kevin Warwick stýrði fyrstu tilrauninni þar sem taugakerfi tveggja manna áttu bein samskipti með rafboðum.
- 2010 - Átök milli Kirgisa og Úsbeka í Kirgistan leiddu til dauða hundruða manna.
- 2011 - Breska tímaritið News of the World hætti útgáfu.
- 2013 - Mótmælin í Gezi-garði: Fjöldi manna lést í átökum mótmælenda og lögreglu í Tyrklandi.
- 2016 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 2016 hófst í Frakklandi. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu tók þátt í fyrsta sinn.
- 2017 - Heimssýningin 2017 var opnuð í Kasakstan.
- 2020 – Sænski saksóknarinn Krister Petersson benti á Stig Engström sem grunaðan vegna morðsins á Olof Palme um leið og hann lýsti rannsókninni lokið.
- 2021 - Hringmyrkvi sást frá Grænlandi, Norðurpólnum og Austurlöndum Rússlands.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1688 - Jakob Frans Stúart, sem gerði tilkall til bresku krúnunnar (d. 1766).
- 1733 - Niels Fuhrmann, norskur embættismaður (f. 1685).
- 1819 - Gustave Courbet, franskur listmálari (d. 1877).
- 1825 - Sondre Norheim, norskur skíðakappi (d. 1897).
- 1839 - Ludvig Holstein-Ledreborg, danskur forsætisráðherra (d. 1912).
- 1851 - Peter Adler Alberti, danskur stjórnmálamaður (d. 1932).
- 1865 - Frederick Cook, bandarískur læknir og landkönnuður (d. 1940).
- 1895 - Immanuel Velikovsky, rússneskur sálfræðingur (d. 1979).
- 1909 - Hideo Sakai, japanskur knattspyrnumaður (d. 1996).
- 1915 - Saul Bellow, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2005).
- 1916 - Hjalti Gestsson, íslenskur búfræðingur (d. 2009).
- 1921 - Filippus prins, hertogi af Edinborg (d. 2021).
- 1922 - Judy Garland, bandarísk leikkona, söngvari og ljóðskáld (d. 1969).
- 1928 - Maurice Sendak, bandarískur rithöfundur (d. 2012).
- 1953 - John Edwards, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1955 - Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
- 1955 - Guðjón Þórðarson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1958 - James F. Conant, bandarískur heimspekingur.
- 1959 - Carlo Ancelotti, ítalskur knattspyrnustjóri.
- 1963 - Jeanne Tripplehorn, bandarísk leikkona.
- 1965 - Elizabeth Hurley, bresk leikkona.
- 1967 - Heimir Hallgrímsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1967 - Pavel Badea, rúmenskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Ronny Johnsen, norskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Gerður Kristný, íslenskur rithöfundur.
- 1971 - Bruno N'Gotty, franskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Tadashi Nakamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Gísli Freyr Valdórsson, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1982 - Laleh Pourkarim, sænsk söngkona.
- 1986 - Hajime Hosogai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Alexandra Stan, rúmönsk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 323 f.Kr. - Alexander mikli, konungur Makedóníu.
- 1190 - Friðrik barbarossa, keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1437 - Jóhanna af Navarra, Englandsdrottning (f. 1370).
- 1580 - Luís de Camões, portúgalskt skáld.
- 1694 - Kristín Gísladóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Þorláks Skúlasonar (f. 1610).
- 1836 - André-Marie Ampère, franskur eðlis- og stærðfræðingur (f. 1775).
- 1923 - Pierre Loti, franskur rithöfundur og sjóliðsforingi (f. 1850).
- 1926 - Antoni Gaudí, katalónskur arkitekt (f. 1852).
- 1949 - Sigrid Undset, norskur rithöfundur, verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Nóbels (f. 1882).
- 1967 - Spencer Tracy, bandarískur leikari (f. 1900).
- 1990 - Ludvig Holm-Olsen, norskur textafræðingur (f. 1914).
- 1998 - Hammond Innes, enskur rithöfundur (f. 1914).
- 2000 - Hafez al-Assad, forseti Sýrlands (f. 1930).
- 2001 - Mike Mentzer, bandarískur vaxtarræktarmaður (f. 1951).
- 2003 - Bernard Williams, breskur heimspekingur (f. 1929).
- 2004 - Ray Charles, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (f. 1930).