Saul Bellow

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saul Bellow

Saul Bellow, fæddur Salomon Bellow (10. júní 19155. apríl 2005) var bandarískur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1976.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Saul Bellow fæddist í Kanada og voru foreldrar hans gyðingar sem flutt höfðu frá Litháen vestur um haf. Þegar hann var níu ára að aldri tók fjölskyldan sig upp á ný og hélt til Chicago-borgar þar sem Bellow ólst upp og gekk síðar í Chicago-háskóla, þaðan sem hann lauk námi í mannfræði og félagsfræði.

Eftir að Bandaríkin hófu þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni ákvað Bellow að ganga í herinn. Í ljós kom að hann hafði búið í landinu sem ólöglegur innflytjandi alla tíð og sótti hann í kjölfarið um ríkisborgararétt. Hann þjónaði í flotanum og skrifaði þar sína fyrstu skáldsögu.

Á árunum eftir stríð bjó hann um tíma í París og síðar í New York áður en hann fluttist aftur á heimaslóðirnar í Chicago. Árið 1964 sendi hann frá sér skáldsöguna Herzog um háskólaprófessor í miðaldrakrísu. Hún náði metsölu sem kom höfundinum mjög á óvart. Enn meiri urðu vinsældir bókarinnar Humboldt's Gift frá árinu 1975 sem tryggði Bellow Pullitzer-verðlaun árið 1976 og Nóbelsverðlaun ári síðar.

Bellow kvæntist fimm sinnum á ævinni. Hann eignaðist dóttur með fimmtu eiginkonu sinni, þá 84 ára að aldri.