Keflavíkurgangan 1978

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Keflavíkurgangan 1978 var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga þann 10. júní árið 1978. Þetta var sjöunda Keflavíkurgangan og beindist gegn bandarískri hersetu á Íslandi.

Aðdragandi og skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Gangan var haldin að nýloknum sveitarstjórnarkosningum þar sem vinstriflokkarnir unnu góða sigra.[1] Framundan voru þingkosningar þar sem búist var við svipuðum niðurstöðum. Til að hindra að herstöðvamálið félli í skuggann af efnahagsmálum ákváðu samtökin því að blása til Keflavíkurgöngu. Efnahagsmálin voru þó ofarlega á baugi á kröfuspjöldum, rauðir fánar voru áberandi í göngunni og í göngulok var samþykkt ályktun þar sem aronskan var fordæmd.

Áfangastaðir göngunnar voru fimm og voru ræðuhöld á þeim flestum. Ræðumenn voru: Gylfi Guðmundsson, Örn Ólafsson, Sigurður Jón Ólafsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Guðsteinn Þengilsson, Pétur Tyrfingsson, Magnús Kjartansson og Ásmundur Ásmundsson formaður miðnefndar. Tónlistarflutningur var fyrirferðarmeiri en í fyrri göngum, þannig spilaði hljómsveitin Melchior í Hafnarfirði. Útifundurinn í lok göngu var haldinn á Lækjartorgi og greindi dagblöð á hægri og vinstri væng stjórnmálanna mjög á um fjölda fundargesta.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Keflavíkurgöngur - sögusýning á Landsbókasafni“ (PDF).