Keflavíkurgangan 1978

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Keflavíkurgangan 1978 var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga þann 10. júní árið 1978. Þetta var sjöunda Keflavíkurgangan og beindist gegn bandarískri hersetu á Íslandi.

Aðdragandi og skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Gangan var haldin að nýloknum sveitarstjórnarkosningum þar sem vinstriflokkarnir unnu góða sigra.[1] Framundan voru þingkosningar þar sem búist var við svipuðum niðurstöðum. Til að hindra að herstöðvamálið félli í skuggann af efnahagsmálum ákváðu samtökin því að blása til Keflavíkurgöngu. Efnahagsmálin voru þó ofarlega á baugi á kröfuspjöldum, rauðir fánar voru áberandi í göngunni og í göngulok var samþykkt ályktun þar sem aronskan var fordæmd.

Áfangastaðir göngunnar voru fimm og voru ræðuhöld á þeim flestum. Ræðumenn voru: Gylfi Guðmundsson, Örn Ólafsson, Sigurður Jón Ólafsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Guðsteinn Þengilsson, Pétur Tyrfingsson, Magnús Kjartansson og Ásmundur Ásmundsson formaður miðnefndar. Tónlistarflutningur var fyrirferðarmeiri en í fyrri göngum, þannig spilaði hljómsveitin Melchior í Hafnarfirði. Útifundurinn í lok göngu var haldinn á Lækjartorgi og greindi dagblöð á hægri og vinstri væng stjórnmálanna mjög á um fjölda fundargesta.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Keflavíkurgöngur - sögusýning á Landsbókasafni“ (PDF).