Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988
Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988, oft nefnd EM 1988, var í áttunda skiptið sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Keppnin er haldin á vegum Knattspyrnusambands Evrópu fjórða hvert ár. Keppnin fór fram í Vestur-Þýskalandi dagana 10. og 25. júní 1988. Keppnina sigruðu Hollendingar í fyrsta skipti en þeir mættu liði Sovétríkjanna í úrslitaleik. Athyglisvert var að engin rauð spjöld litu dagsins ljós í keppninni, engin markalaus jafntefli og aldrei þurfti að grípa til framlengingar.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „UEFA Euro 1988“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2012.