Bifreið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bíll)
Stökkva á: flakk, leita

Bifreið eða bíll er vélknúið farartæki sem er notað til þess að flytja farþega, sem einnig ber eigin vél eða mótor.

Upphaf nútímabílsins kom með framleiðslu Benz Patent-Motorwagen 1886. Vélknúnir vagnar tóku við af hestvögnunum og þá sérstaklega þegar verð bíla varð viðráðanlegt með komu Ford Model T árið 1908.

Áætlað var 2010 að fjöldi bíla í heiminum væru fleiri en einn milljarður, en þeir voru 500 milljónir 1986.[1] Mikil aukning er í fjölda bíla og þá sérstaklega í Kína og Indlandi.

Orðsifjafræði[breyta | breyta frumkóða]

Orðið bíll er stytting á franska orðinu automobile, sem er samsett úr forngríska orðinu αὐτός (autós, „sjálf/sjálfur“) og því franska mobile („hreyfa“ sem kemur úr latínu mobilis („hreyfanlegur“)).

Orðið bifreið kom nokkuð snemma inn í íslensku eða rétt eftir að bílar fóru að sjást á Íslandi. En ekki voru allir samþykkir þeirri nafngift í upphafi. Þrír alþingismenn, þeir Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson frá Vogi og Matthías Ólafsson, lögðu fram tillögu sem fól í sér að hafna orðinu bifreið en taka þess í stað upp orðið sjálfrenningur. Tillagan var samþykkt. Ýmsar fleiri hugmyndir komu fram, til dæmis lagði Vigfús Guðmundsson til í Ísafold 9. júlí 1913 að kalla bifreiðar þeysivagna eða þeysa; í samsettum orðum vöruþeysir, fólksþeysir og svo framvegis. Önnur nöfn sem fram komu á þessum árum voru til dæmis sjálfhreyfivél, sjálfrennireið (sem enn er stundum höfð um bíl í gamansömum tón), skellireið og rennireið.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti gufuknúni bílinn var byggður af Ferdinand Verbiest, flæmingja árið 1672. Bílinn var 65 sentimetra langt líkan fyrir kínverska keisarann.[2][3][4] Ekki er vitað hvort að líkanið hafi einhverntímann verið byggt í fullri stærð.[3]

Nocolas-Joseph Cugnot er oftast nefndur sem sá sem bjó til fyrsta farartækið í fullri stærð. 1769 bjó hann til gufuknúið þríhjól.[5] Hann bjó einnig til tvo gufuknúna traktora fyrir franska herinn. Öðrum þeirra er viðhaldið á franska safninu French National Conservatory of Arts and Crafts.[6] Uppfinningar hans héldu þó gufuþrýstingi illa og erfitt var að fá nægt vatn fyrir farartækin.[6]

1807 þróuðu Nicéphore Niépce og bróðir hans Claude fyrsta sprengihreyfilinn. Þeir ákváðu að nota vélina í bát á ánni Saône í Frakklandi.[7]

Í nóvember 1881, sýndi franski frumkvöðulinn Gustave Trouvé farartæki á þremur hjólum sem var knúið af rafmagni á sýningunni International Exposition of Electricity, Paris.[8]

Skoðanir Tryggva Gunnarssonar of Halldórs Laxness á bílum[breyta | breyta frumkóða]

Tryggvi Gunnarsson, alþingismaður, segir á einum stað frá því hvernig bílaöldin kom honum fyrir sjónir í upphafi 20. aldar:

Ég var staddur í Kaupmannahöfn árið 1901; þá var nýbyrjað að brúka þar mótorvagna; voru þá öll blöð full af skrípamyndum af vagnferðum þessum, og sýnd á þeim höfuð, fætur og mannabúkar liggjandi sem hráviði meðfram vegunum, og átti þetta að vera af fólki, sem slys hafði beðið af vögnum þessum. En svo kom það fyrir, að Englandskonungur kom til Danmerkur á sama tíma, og á meðan hann dvaldist þar, keyrði hann á mótorvagni fram og aftur um landið; var þá hans vegna hætt að gera gys að vagnferðum þessum, og menn fóru að hagnýta sér þá. [9]

Í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness, segir um fyrstu ár bifreiða á Íslandi:

Bifreiðar sem þá komu voru víst einhver gargön frá upphafi, fluttar híngað útásaðar frá Kanada og stóðu fastar hér, einkum og sérílagi á þjóðbrautum. Menn geingu afturábak að ýta þessum farartækjum upp brekkur en þau ultu ofan brekkurnar jafnóðum samkvæmt þýngdarlögmálinu. Samt dáðust allir að bifreiðum og byrjuðu að trúa á þær. [...] Hjá mörgum komu þær í staðinn fyrir Írafellsmóra og sauðskepnuna og brennivínið. [..] Þótti mikið snjallræði á sunnudögum að aka bíl úr Reykjavík alt hvað aftók austurá Þingvöll, 50 kílómetra, að kaupa sér flösku af ropvatni.

Orð höfð um bíla (eftir ásigkomulagi þeirra)[breyta | breyta frumkóða]

 • bensínhákur - haft um bíla sem eyða miklu.
 • bílskrjóður - illa farin (oft gamall) bíll.
 • bíltík - ódýr bíltegund og/eða illa farin.
 • blikkbelja - haft í hálfkæringi um bíl.
 • dollaragrín - stór bandarískur bíll, engin sérstök tegund. Orðið er úr ensku: dollar grin; grill bílsins minnti á glott og í ensku er dollar grin haft um vissa tegund af Buick.
 • drossía - stór og virðulegur bíll, oftast haft um bandarískar tegundir.
 • drusla - lélegur bíll.
 • gírajór - haft í hálfkæringi um bíl.
 • kaggi - samskonar orð og drossía, þó kagginn sé öllu svalari.
 • skrjóður - illa farinn (oft gamall) bíll.
 • trog - haft um stóran og þunglamalegan bíl.

Listi yfir bílaeiningar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

 1. Sousanis, John 15. ágúst 2011, „World Vehicle Population Tops 1 Billion Units". Wards Auto. Skoðað 17. júlí 2012.
 2. „1679-1681–R P Verbiest's Steam Chariot". History of the Automobile: origin to 1900. (Hergé). Skoðað 8. maí 2009.
 3. 3,0 3,1 „A brief note on Ferdinand Verbiest". . (Curious Expeditions). 2. julí 2007. Geymt frá upphaflegu greininni 3. apríl 2008. Skoðað 18. mars 2008.
 4. Setright, L. J. K. (2004), Drive On!: A Social History of the Motor Car. Granta Books. ISBN 1-86207-698-7
 5. Encyclopaedia Britannica „Nicolas-Joseph Cugnot". .
 6. 6,0 6,1 Encyclopaedia Britannica
 7. speos.fr. „Niepce Museum, Other Inventions". . (Niepce.house.museum). Skoðað 26. ágúst 2010.
 8. Wakefield, Ernest H. (1994), History of the Electric Automobile. Society of Automotive Engineers, Inc.. bls: 2–3. ISBN 1-56091-299-5
 9. Lesbók Morgunblaðsins 1947

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.