Sex daga stríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sex daga stríðið var stríð milli Ísraels annars vegar og Egyptalands, Jórdaníu og Sýrlands hins vegar. Stríðið var háð 5.–10. júní árið 1967. Írak, Sádi-Arabía, Súdan, Túnis, Marokkó og Alsír lögðu einnig til hersveitir til stuðnings arabalöndunum.

Í maí árið 1967 rak Nasser Egyptalandsforseti friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna frá Sínaí-skaga. Friðargæsluliðið hafði verið þar frá árinu 1957 í kjölfar innrásar ísraelskra, breskra og franskra hersveita í Súez-deilunni. Egyptaland kom fyrir 1000 skriðdrekum og um það bil 100.000 hermönnum við landamæri Ísraels og lokaði Tíran-sundi öllum skipum sem sigldu undir fána Ísraels eða fluttu hergögn eða mikilvæg efni til hergagnaframleiðslu. Gjörðir Egyptalands nutu mikils stuðnings frá öðrum arabalöndum. Þann 5. júní gerði Ísrael árás á flugher Egyptalands. Jórdanía hafði undirritað varnarsamning við Egyptaland 30. maí sama ár og gerði því Netanya. Í stríðslok hafði Ísrael náð yfirráðum yfir Sínaí-skaga, Gaza-svæðinu, Vesturbakka Jórdanár, Austur-Jerúsalem og Gólanhæðum. Afleiðingar stríðsins hafa enn í dag áhrif á stjórnmál Miðausturlanda.

Talið er að í liðum arabalandanna hafi um 21 þúsund manns farist og um 45 þúsund særst en um 800 Ísraelsmenn létu lífið í átökunum og 2563 særðust.

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Aloni, Shlomo (2001). Arab-Israeli Air Wars 1947-1982 (Osprey Aviation).
  • Barzilai, Gad (1996). Wars, Internal Conflicts, and Political Order: A Jewish Democracy in the Middle East (New York University Press).
  • Bowen, Jeremy (2003). Six Days: How the 1967 War Shaped the Middle East (London: Simon & Schuster).
  • Bregman, Ahron (2002). Israel's Wars: A History Since 1947 (London: Routledge).
  • Hammel, Eric (1992). Six Days in June: How Israel Won the 1967 Arab-Israeli War (Simon & Schuster).
  • Herzog, Chaim (1982). The Arab-Israeli Wars (Arms & Armour Press).
  • Mutawi, Samir (2002). Jordan in the 1967 War (Cambridge: Cambridge University Press).
  • Oren, Michael (2002). Six Days of War (Oxford University Press).
  • Sela, Avraham (1997). The Decline of the Arab-Israeli Conflict: Middle East Politics and the Quest for Regional Order (SUNY Press).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]