Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992, oftast nefnd EM 1992, var í níunda skiptið sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið var haldið í Svíþjóð á dögunum 10. til 26. júní 1992. Mótið er haldið fjórða hvert ár á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Þetta var síðasta mótið þar sem aðeins átta lið taka þátt í lokamótinu. Landslið Júgóslavíu komst áfram í lokakeppnina en var síðar meinuð þátttaka vegna stríða í landinu. Í stað þeirra spilaði landslið Danmerkur sem svo unnu mótið í úrlitaleik gegn Þýsklandi. Þetta var fyrsti titill Danmerkur í keppninni.

Aðdragandi og skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Svíar og Spánverjar föluðust eftir að halda keppnina. Framkvæmdastjórn UEFA valdi Svíþjóð og var það talið mæla gegn spænska framboðinu að Sumarólympíuleikarnir 1992 og heimssýningin í Sevilla fóru fram sama ár.

Þetta var síðasta úrslitakeppnin með aðeins átta þátttökuliðum og jafnframt síðasta keppnin þar sem tvö stig voru gefin fyrir sigur í stað þriggja. Einnig var þetta síðasta stórmótið í knattspyrnu þar sem markverðir máttu handleika knöttinn eftir sendingu frá samherja.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.