Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992
Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992, oftast nefnd EM 1992, var í níunda skiptið sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið var haldið í Svíþjóð á dögunum 10. til 26. júní 1992. Mótið er haldið fjórða hvert ár á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Þetta var síðasta mótið þar sem aðeins átta lið taka þátt í lokamótinu. Júgóslavía komst áfram í lokakeppnina en var síðar meinuð þátttaka vegna stríða í landinu. Í stað þeirra spilaði landslið Danmerkur sem svo unnu mótið í úrlitaleik gegn Þýsklandi. Þetta var fyrsti titill Danmerkur í keppninni.
Aðdragandi og skipulag[breyta | breyta frumkóða]
Svíar og Spánverjar föluðust eftir að halda keppnina. Framkvæmdastjórn UEFA valdi Svíþjóð og var það talið mæla gegn spænska framboðinu að Sumarólympíuleikarnir 1992 og heimssýningin í Sevilla fóru fram sama ár.
Þetta var síðasta úrslitakeppnin með aðeins átta þátttökuliðum og jafnframt síðasta keppnin þar sem tvö stig voru gefin fyrir sigur í stað þriggja. Einnig var þetta síðasta stórmótið í knattspyrnu þar sem markverðir máttu handleika knöttinn eftir sendingu frá samherja.
Úrslit[breyta | breyta frumkóða]
Átta lið kepptu í úrslitakeppninni. Þeim var skipt upp í tvo fjögurra liða riðla. Efstu tvö lið hvors um sig komust í undanúrslit.
Riðill 1[breyta | breyta frumkóða]
Heimamenn Svíar fóru sannfærandi upp úr riðlinum með tveimur sigrum og jafntefli. Danir virtust vonlitlir fyrir lokaumferðina með aðeins eitt stig en unnu óvæntan sigur á Frökkum og tryggðu sér hitt sætið í undanúrslitum. Frammistaða Englendinga olli vonbrigðum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Svíþjóð | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 5 |
2 | ![]() |
Danmörk | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 | 2 | 0 | 3 |
3 | ![]() |
Frakkland | 3 | 0 | 2 | 2 | 3 | 2 | -1 | 2 |
4 | ![]() |
England | 3 | 0 | 2 | 1 | 1 | 2 | -1 | 2 |
10. júní - Råsunda Stadium, Solna
11. júní - Malmö Stadion, Malmö
14. júní - Malmö Stadion, Malmö
14. júní - Råsunda Stadium, Solna
17. júní - Råsunda Stadium, Solna
17. júní - Malmö Stadion, Malmö
Riðill 2[breyta | breyta frumkóða]
Thomas Häßler bjargaði Þjóðverjum fyrir horn með því að jafna á lokamínútunni gegn liði Samveldisins, sem gerði einnig jafntelf jafntefli við Hollendinga í næsta leik. Skotar komu á óvart og skelltu Samveldinu 3:0 í lokaleiknum með þeim afleiðingum að Holland og Þýskaland hirtu tvö efstu sætin í riðlinum.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Holland | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 1 | +3 | 5 |
2 | ![]() |
Þýskaland | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 4 | 0 | 3 |
3 | ![]() |
Skotland | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 3 | 0 | 2 |
4 | Samveldi sjálfstæðra ríkja | 3 | 0 | 2 | 1 | 1 | 4 | -3 | 2 |
12. júní - Ullevi, Gautaborg
12. júní - Idrottsparken, Norrköping
15. júní - Idrottsparken, Norrköping
15. júní - Ullevi, Gautaborg
18. júní - Ullevi, Gautaborg
18. júní - Idrottsparken, Norrköping
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „UEFA Euro 1992“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2012.