Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992, oftast nefnd EM 1992, var í níunda skiptið sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið var haldið í Svíþjóð á dögunum 10. til 26. júní 1992. Mótið er haldið fjórða hvert ár á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Þetta var síðasta mótið þar sem aðeins átta lið taka þátt í lokamótinu. Júgóslavía komst áfram í lokakeppnina en var síðar meinuð þátttaka vegna stríða í landinu. Í stað þeirra spilaði landslið Danmerkur sem svo unnu mótið í úrlitaleik gegn Þýsklandi. Þetta var fyrsti titill Danmerkur í keppninni.

Aðdragandi og skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Svíar og Spánverjar föluðust eftir að halda keppnina. Framkvæmdastjórn UEFA valdi Svíþjóð og var það talið mæla gegn spænska framboðinu að Sumarólympíuleikarnir 1992 og heimssýningin í Sevilla fóru fram sama ár.

Þetta var síðasta úrslitakeppnin með aðeins átta þátttökuliðum og jafnframt síðasta keppnin þar sem tvö stig voru gefin fyrir sigur í stað þriggja. Einnig var þetta síðasta stórmótið í knattspyrnu þar sem markverðir máttu handleika knöttinn eftir sendingu frá samherja.

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Átta lið kepptu í úrslitakeppninni. Þeim var skipt upp í tvo fjögurra liða riðla. Efstu tvö lið hvors um sig komust í undanúrslit.

Riðill 1[breyta | breyta frumkóða]

Heimamenn Svíar fóru sannfærandi upp úr riðlinum með tveimur sigrum og jafntefli. Danir virtust vonlitlir fyrir lokaumferðina með aðeins eitt stig en unnu óvæntan sigur á Frökkum og tryggðu sér hitt sætið í undanúrslitum. Frammistaða Englendinga olli vonbrigðum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Svíþjóð 3 2 1 0 4 2 +2 5
2 Danmörk 3 1 1 1 2 2 0 3
3 Frakkland 3 0 2 2 3 2 -1 2
4 England 3 0 2 1 1 2 -1 2
10. júní 1992
Svíþjóð 1:1 Frakkland Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 29.860
Dómari: Alexey Spirin, Samveldi sjálfstæðra ríkja
J. Eriksson 24 Papin 58
11. júní 1992
Danmörk 0:0 England Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 26.385
Dómari: Tullio Lanese, Ítalíu
14. júní 1992
Frakkland 0:0 England Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 26.535
Dómari: Sándor Puhl, Ungverjalandi
14. júní 1992
Svíþjóð 1:0 Danmörk Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 29.902
Dómari: Aron Schmidhuber, Þýskalandi
Brolin 58
17. júní 1992
Svíþjóð 2:1 England Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 30.126
Dómari: José Rosa dos Santos, Portúgal
J. Eriksson 51, Brolin 82 Platt 4
17. júní 1992
Frakkland 1:2 Danmörk Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 25.763
Dómari: Hubert Forstinger, Austurríki
Papin 60 Larsen 8, Elstrup 78

Riðill 2[breyta | breyta frumkóða]

Thomas Häßler bjargaði Þjóðverjum fyrir horn með því að jafna á lokamínútunni gegn liði Samveldisins, sem gerði einnig jafntelf jafntefli við Hollendinga í næsta leik. Skotar komu á óvart og skelltu Samveldinu 3:0 í lokaleiknum með þeim afleiðingum að Holland og Þýskaland hirtu tvö efstu sætin í riðlinum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Holland 3 2 1 0 4 1 +3 5
2 Þýskaland 3 1 1 1 4 4 0 3
3 Skotland 3 1 0 2 3 3 0 2
4 Samveldi sjálfstæðra ríkja 3 0 2 1 1 4 -3 2
12. júní 1992
Holland 1:0 Skotland Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 35.720
Dómari: Bo Karlsson, Svíþjóð
Bergkamp 75
12. júní 1992
Samveldi sjálfstæðra ríkja 1:1 Þýskaland Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 17.410
Dómari: Gérard Biguet, Frakklandi
Dobrovolski 64 (vítasp.) Häßler 90
15. júní 1992
Skotland 0:2 Þýskaland Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 17.638
Dómari: Guy Goethals, Belgíu
Riedle 29, Effenberg 47
15. júní 1992
Holland 0:0 Samveldi sjálfstæðra ríkja Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 34.440
Dómari: Peter Mikkelsen, Danmörku
18. júní 1992
Holland 3:1 Þýskaland Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 37.725
Dómari: Pierluigi Pairetto, Ítalíu
Rijkaard 4, Witschge 15, Bergkamp 72 Klinsmann 53
18. júní 1992
Skotland 3:0 Samveldi sjálfstæðra ríkja Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 14.660
Dómari: Kurt Röthlisberger, Svissi
McStay 7, McClair 16, McAllister 84 (vítasp.)

Úrslitakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

21. júní 1992
Svíþjóð 3:2 Þýskaland Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 28.827
Dómari: Tullio Lanese, Ítalíu
Brolin 64 (vítasp.), K. Andersson 89 Häßler 11, Riedle 59, 88
22. júní 1992
Holland 2:2 (6:7 e.vítake.) Danmörk Ullevi, Gautaborg
Áhorfendur: 37.450
Dómari: Emilio Soriano Aladrén, Spáni
Bergkamp 23, Rijkaard 86 Larsen 5, 33

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

26. júní 1992
Danmörk 2:0 Þýskaland Ullevi, Gautaborg
Áhorfendur: 37.800
Dómari: Bruno Galler, Sviss
Jensen 18, Vilfort 78

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.