Fara í innihald

Nicholas Crafts

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nicholas Crafts (9.mars 1949)

Nicholas Francis Robert Crafts (fæddur 9. mars 1949 í Nottingham á Englandi; d. 6. oktober 2023), fyrrum prófessor í sögu hagfræðinnar í London School of Economics frá 1995 - 2005, einnig fyrrum prófessor í University of Leeds 1987 - 1988, var nú prófessor í London School of Economics og Political Science University of London síðan 1995 og er einnig prófessor í sögu hagfræðinnar í University of Warwick og hefur verið síðan 2005. Crafts kennir einnig fyrir TRIUM Global Executive MBA Program, bandalag NYU Stern School of Business. Crafts gekk í Brunts Grammar School í Mansfield. Hann var nemi við Trinity College í Cambridge og lauk BA -prófi í hagfræði árið 1970.[1][2]

Framlag til hagfræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Crafts sérhæfir sig mörgu, meðal annars í breskri hagfræði seinustu 200 ára, evrópskum hagvexti, sagnfræði bresku hagfræðinnar, iðnbyltingunni, alþjóðlegum tekjujöfnuðum, sérstaklega tengdum mannþróunnarvísitölum. Cafts hefur yfir ævina skrifað og gefið út gríðarlegt magn af allskyns greinum og fræðiritum, til dæmis um bresk yfirvöld og alþjóðastofnanir líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Á níunda áratugnum lagði Crafts fram þá kenningu að á meðan iðnbyltingunni stóð var óeðlilega hátt hlutfall breska hagkerfisins (miðað við önnur lönd sem iðnvæddust síðar) varið til iðnaðar og alþjóðaviðskipta og að breskt hagkerfi hafði og mun alltaf eiga það til að vaxa hægt. Crafts segir að þegar Þýskaland og Bandaríkin náðu Bretlandi fram undir lok nítjándu aldar, var það ekki vegna þess að brestur í Bretlandi hægði heldur uxu þau lönd hraðar, enda bæði stærri lönd.[3] Crafts mældi vaxtarhraða ýmissa atvinnugreina til þess að mæla vöxt breska hagkerfisins meðan á iðnbyltingunni stóð. Hann komst að því að heildar vöxtur var mun lægri en áður hafði verið talið, og var aðalega í tveimur atvinnugreinum, bómuli og járni.[4] Nokkrir sagnfræðingar (ekki Crafts sjálfur) notuðu þessar tölur til að gefa til kynna að það væri óviðeigandi að lýsa tímabilinu sem „iðnbyltingu“. Flestir héldu því hins vegar fram að þótt vaxtarhraði hefði verið hægari og stöðugri í iðnbyltingunni en áður var talið, þá væri hinsvegar hugmyndin um „iðnbyltingu“ enn gild.[3][5]

  1. „Nicholas Crafts“. warwick.ac.uk. Sótt 8. október 2021.
  2. „Professor Nicholas Crafts FBA“. The British Academy (enska). Sótt 8. október 2021.
  3. 3,0 3,1 Nick Crafts (1985). British Economic Growth during the Industrial Revolution. Oxford UP.
  4. Crafts, Nicholas (2004-06). „Productivity Growth in the Industrial Revolution: A New Growth Accounting Perspective“. The Journal of Economic History (enska). 64 (2): 521–535. doi:10.1017/S0022050704002785. ISSN 1471-6372.
  5. Griffin, Emma. „The 'industrial revolution': interpretations from 1830 to the present“.