Guðjón Friðriksson
Guðjón Friðriksson (fæddur þann 9. mars 1945) er sagnfræðingur og rithöfundur frá Reykjavík.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum við Laugalæk 1970 - 1972 og íslenskukennari í Menntaskólanum á Ísafirði 1972 - 1975. Blaðamaður á Þjóðviljanum í Reykjavík 1976 - 1985, þar af ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1980 - 1984. Árið 1985 var Guðjón ráðinn af Reykjavíkurborg sem einn af ritstjórum Sögu Reykjavíkur og var í því starfi til 1991. Síðan hefur hann verið sjálfstætt starfandi rithöfundur og sagnfræðingur og liggja eftir hann fjölmörg ritverk. Starfandi í Reykjavíkurakademíunni 2001-2015.
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Forsetakjör 1980 (1980)
- Vigdís forseti (1981)
- Togarasaga Magnúsar Runólfssonar (1983)
- Á tímum friðar og ófriðar 1924-1925.Heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar (1983)
- Reykjavík bernsku minnar. Viðtalsbók (1985)
- Bærinn vaknar. Saga Reykjavíkur 1870-1940 (tvö bindi 1991 og 1994)
- Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu:
- Með sverðið í annari hendi og plóginn í hinni (1991)
- Dómsmálaráðherrann (1992)
- Ljónið öskrar (1993)
- Indæla Reykjavík. Þingholt og sunnanvert Skólavörðuholt (1995)
- Indæla Reykjavík. Gamli Vesturbærinn (1996)
- Einar Benediktsson. Ævisaga (þrjú bindi 1997, 1998 og 2000)
- Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar frá upphafi til vorra daga (2000)
- Jón Sigurðsson. Ævisaga (tvö bindi 2002 og 2003)
- Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein (2005)
- Saga af forseta. Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar (2008)
- Hér heilsast skipin. Saga Faxaflóahafna (tvö bindi) (2013)
- Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands (ásamt Jóni Þ. Þór)(tvö bindi) (2013)
- Reykjavik Walk. Explore the Old City Centre and Neighbourhood. Six illustrated 1-2 hour walks (2014)
- Úr fjötrum. Saga Alþýðuflokksins (2016)
- Litbrigði húsanna. Saga Minjaverndar og endurgerðra húsa um allt land (2017)
- Halldór Ásgrímsson. Ævisaga (2019)
- Samvinna á Suðurlandi I-IV. Héraðssaga kaupfélaga og annarra samvinnufyrirtækja í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum (2020)
- Cloacina. Saga fráveitu (2021)
- Rauði krossinn á Íslandi. Hundrað ára saga. (2024)
- Börn í Reykjavík (2024)
Helstu félagsstörf
[breyta | breyta frumkóða]Í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1966 - 1967, menningarráði Ísafjarðar 1974 - 1975, stjórn Torfusamtakanna frá 1985, formaður þeirra 1988 - 1996, stjórn Minja og sögu 1988-2016, stjórn Búseta um tíma, stjórn Rithöfundasambands Íslands 1996 - 2002, stjórn,Minjaverndar 1997 - 2000, menningaráði Hannesarholts 2012-2016 og stjórn Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands 2022-2024..