Mazarin kardináli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Mazarin eftir Pierre Mignard frá 1658-1660.

Jules Mazarin, áður Giulio Raimondo Mazzarino (14. júlí 16029. mars 1661) var franskur stjórnmálamaður af ítölskum uppruna. Hann var aðalráðgjafi Frakkakonungs frá 1642 til dauðadags og tók við af læriföður sínum, Richelieu. Hann hélt áfram andstöðu Richelieus við Habsborgara og lagði grunninn að útþenslustefnu Frakka í valdatíð Loðvíks 14.. Hann var samningamaður fyrir hönd Frakklands þegar Vestfalíufriðurinn var undirritaður 1648 þar sem Frakkar fengu héraðið Alsace.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.