Góuþrælsveðrið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Góuþrælsveðrið var áhlaupsveður sem gekk yfir suðvesturhorn Íslands þann 9. mars árið 1685 en þá bar Góuþrælinn upp á þann dag og því er veðrið við hann kennt. 132 menn af ellefu skipum fórust í óveðrinu, skipin voru frá Stafnesi og Vestmannaeyjum. 7 skip frá Stafnnesi fórust með samtals 60 manns, að undanteknum tveimur mönnum sem komust lífs af. Strax nóttina eftir rak 47 lík í land, sum í Garðinum, önnur á Miðnesi. Voru þau öll jarðsett að Útskálakirkju í sömu gröf.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.