Friðrik Friðriksson (prestur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Séra Friðrik Friðriksson (f. 25. maí 1868 á Hálsi í Svarfaðardal – d. 9. mars 1961 í Reykjavík) var íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Í samstarfi við KFUM og KFUK stofnaði hann sumarbúðirar Vatnaskógur. Þar samdi hann mörg lög sem eru enn sunginn í dag.

Stytta af honum eftir Sigurjón Ólafsson stendur við Lækjargötu í Reykjavík.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.