The Notorious B.I.G.
Christopher George Latore Wallace (21. maí 1972 – 9. mars 1997, betur þekktur sem The Notorious B.I.G., Biggie Smalls eða einfaldlega “Biggie”) var bandarískur rappari frá Brooklyn, New York. Alinn upp í Bed-stuy partinum af Brooklyn á gullaldartímabili rappsins, Biggie hafði miklar rætur við hiphop menninguna sem einkenndi New York síðan uppúr 1970. Þekktur fyrir djúpa, auðþekkjanlega rödd og texta sem gátu verið fyndnir og upplyftandi en einnig mjög grófir og myrkir og fjölluðu oftar en ekki um hans eigin reynslu af því að alast upp við fátækt og fíkniefnasölu. Hann var líka þekktur fyrir að vera með orðaforða og hæfileika í textasmíði langtumfram kollega sína í rappinu og hefur oft verið kallaður einn af bestu sögumönnum í sögu rappsins. Fyrsta platan hans “Ready to die” er talin ein af bestu plötum sögunar og innsiglaði Biggie sem einn af bestu rappörum allra tíma. Hann lést í Los Angeles árið 1997. Biggie hafði farið til Los Angeles til að kynna næstu plötuna sína, “Life after death”, nokkrum mánuðum eftir að Tupac var myrtur í las vegas í kjölfar East coast/West coast stríðsins svokallaða. Með því að kynna plötuna í Los Angeles vildi Biggie sýna að dramanu væri lokið. Eftir að hafa yfirgefið útgáfupartýið ásamt föruneyti sínu stoppuðu þeir á rauðu ljósi. Það var þá sem annar bíll keyrði við hlið þeirra og skaut inn í bil Biggie. Hann lést samstundis. Morðinginn er enn ófundinn. Biggie var aðeins 24 ára gamall.
Hann náði aðeins að gefa út tvær plötur á sinni lífstíð sem eru Ready To Die, 1994 og Life After Death, 1997. Sú fyrirnefnda seldist í 4 milljónum eintaka í Bandaríkjunum en sú síðarnefnda seldist í 5 milljónum eintaka. Hann átti lög eins og Juicy, Hypnotize, Sky's the limit og Big Poppa sem sýndu mýkri hliðina á honum á meðan lög eins og The warning, Kick in the door, Machine gun funk , Suicidal thoughts og unbelievable sýna hann sem frábæran textasmið með tök á rappstíl sem fáir ná að jafna.
Árið 2020 varð Biggie sjöundi rapparinn til að verða tekinn inn í Rock'n Roll hall of fame.