Fara í innihald

Amerigo Vespucci

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Vespucci fyrir utan Uffizi-safnið í Flórens.

Amerigo Vespucci (9. mars 145422. febrúar 1512) var ítalskur landkönnuður og kortagerðarmaður frá Flórens. Talið er að heimsálfan Ameríka dragi nafn sitt af honum. Vespucci tók þátt í nokkrum portúgölskum leiðöngrum til Suður-Ameríku á árunum 1499 til 1502. Nokkrar frásagnir af þessum leiðöngrum sem voru eignaðar honum komu út á prenti milli 1502 og 1504 og leiddu til þess að þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemüller kaus að nefna álfuna eftir honum, án þess að Vespucci sjálfur hefði hugmynd um það.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Amerigo Vespucci | Biography, Accomplishments, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 1 janúar 2025. Sótt 29 janúar 2025.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.