Sinfóníuhljómsveit Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sinfóníuhljómsveit Íslands er íslensk sinfóníuhljómsveit sem er sjálfstæð opinber stofnun sem heyrir undir Menntamálaráðuneytið. Aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar er Rumon Gamba. Árið 2011 flutti hljómsveitin úr Háskólabíói í Hörpu, nýtt tónlistar og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn. Þar eru allar skrifstofur, æfingarsalir og tónleikasalir sem hljómsveitin notar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er stundum kölluð Melabandið eða Sísí frænka í hálfkæringi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Áður en Sinfóníuhljómsveit Íslands tók til starfa höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar til stofnunar sinfóníuhljómsveitar og má þar nefna Útvarpshljómsveitina sem starfrækt var í nokkur ár. Einn aðalhvatamaður að stofnun hennar var Jón Þórarinsson. Sínfóníuhljómsveitin var stofnuð fimmtudagskvöldið 9. mars 1950 þegar 39 manna sveit, þar af 5 erlendir tré- og málmblásturshljóðfæraleikarar hélt fyrstu tónleikana í Austurbæjarbíói. Aðgangseyrið var 20 kr. og á tónleikunum var m.a. leikinn Egmont-forleikurinn eftir Beethoven og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. „Hefur aldrei áður heyrst svo stór og fullkomin íslenzk hljómsveit hér,“ mátti lesa í blöðunum og var mikið rætt um fagnaðarlætin sem brutust út í lokin. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að tryggja hljómsveitinni rekstrargrundvöll, þannig var hljómsveitin rekin af Ríkisútvarpinu fram að 1983 þegar lög voru samþykkt sem tryggðu sjálfstæði hljómsveitarinnar.

Fjármál[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt lögum (1982 nr. 36 7. maí) standa að rekstri hennar: Ríkissjóður (82%), Borgarsjóður Reykjavíkur (18%)[1]. Fjöldi starfsmanna samkvæmt upptalningu af vefsíðu er um 90 en einhverjir gegna öðrum störfum að auki, t.d. sem kennarar í skólum. Gert er ráð fyrir að framlög opinberra aðila nemi því um 846,7 milljónir króna árið 2009.

Aðalstyrktaraðilar hennar 2013-2020 er fjármálafyrirtækið Gamma[2].

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1982036.html#G3
  2. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/09/07/styrkir_sinfo_um_90_milljonir/