8. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
8. júní er 159. dagur ársins (160. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 206 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 68 - Ár keisaranna fjögurra hófst þegar Galba varð Rómarkeisari.
- 1042 - Játvarður góði varð Englandskonungur við lát Hörða-Knúts.
- 1435 - Dómkirkjan í Uppsölum var vígð.
- 1456 - Halastjarna Halleys birtist á himni.
- 1624 - Jarðskjálfti skók Perú.
- 1783 - Skaftáreldar hófust. Í kjölfar þeirra fylgdu Móðuharðindin.
- 1789 - Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi. Skjálftar komu með allt að tíu mínútna millibili og stóðu í viku.
- 1887 - Herman Hollerith fékk einkaleyfi á stimpilklukku.
- 1913 - Ólympíuleikvangurinn í Berlín, Deutsches Stadion, var vígður.
- 1919 - Kaupfélag Dýrfirðinga var stofnað á Mýrum.
- 1965 - Syrtlingur reis úr sæ austnorðaustur af Surtsey.
- 1968 - James Earl Ray var handtekinn fyrir morðið á dr. Martin Luther King, Jr..
- 1968 - Robert F. Kennedy var jarðsettur.
- 1978 - Intel sendi frá sér Intel 8086-örgjörvann, fyrsta örgjörvann sem byggði á x86-hönnun.
- 1986 - Fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, var kosinn forseti Austurríkis.
- 1990 - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Tékkóslóvakíu frá 1945 fóru fram.
- 1990 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990 hófst á Ítalíu.
- 1990 - Eldur kom upp í norska olíuflutningaskipinu Mega Borg og 125.000 tonn af olíu runnu út í Mexíkóflóa.
- 1992 - Alþjóðlegur dagur hafsins var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn og fór saman við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun.
- 1996 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1996 hófst á Englandi.
- 1999 - Ríkisstjórn Kólumbíu tilkynnti að tekjur af ólöglegri eiturlyfjaframleiðslu yrðu reiknaðar með í vergri landsframleiðslu.
- 2002 - Íslensk stjórnvöld neituðu meðlimum Falun Gong-hreyfingarinnar um landvistarleyfi af ótta við mótmæli í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin til Íslands.
- 2003 - Kjósendur í Póllandi samþykktu aðild að Evrópusambandinu.
- 2004 - Reikistjarnan Venus gekk fyrir sólu séð frá jörðu. Þetta gerðist síðast árið 1882.
- 2008 - Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður á Íslandi.
- 2012 - Evrópumeistaramótið í knattspyrnu karla 2012 hófst í Póllandi og Úkraínu.
- 2013 - Magdalena Svíaprinsessa gekk að eiga Christopher O'Neill.
- 2016 - Norska stórþingið samþykkti að fylkin Suður-Þrændalög og Norður-Þrændalög skyldu sameinuð í ein Þrændalög frá 1. janúar 2018.
- 2017 - Þingkosningar fóru fram í Bretlandi: Breski íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta og myndaði samsteypustjórn með norðurírska flokknum Democratic Unionist Party.
- 2018 - Fundur 7 helstu iðnríkja heims hófst í Kanada. Donald Trump Bandaríkjaforseti stakk þar upp á að G8 yrði endurreist með aðild Rússlands.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1625 - Giovanni Domenico Cassini, ítalskur stjörnufræðingur og verkfræðingur (d. 1712).
- 1671 - Tomaso Albinoni, ítalskt tónskáld (d. 1751).
- 1810 - Robert Schumann, þýskt tónskáld (d. 1856).
- 1867 - Frank Lloyd Wright, bandarískur arkitekt (d. 1959).
- 1888 - Guðmundur Kamban, íslenskt leikskáld (d. 1945).
- 1904 - Gunnlaugur Scheving, íslenskur myndlistarmaður (d. 1972).
- 1904 - Bruce Goff, bandarískur arkitekt (d. 1982).
- 1916 - Francis Crick, enskur líffræðingur (d. 2004).
- 1921 - Suharto, forseti Indónesíu (d. 2008).
- 1925 - Barbara Bush, forsetafrú Bandaríkjanna.
- 1927 - Jerry Stiller, bandarískur leikari.
- 1930 - Robert Aumann, bandarísk-ísraelskur stærðfræðingur.
- 1933 - Joan Rivers, bandarísk leikkona (d. 2014).
- 1940 - Nancy Sinatra, bandarísk söngkona.
- 1947 - Sara Paretsky, bandarískur rithöfundur.
- 1951 - Bonnie Tyler, velsk söngkona og gítarleikkona.
- 1955 - Sir Tim Berners-Lee, enskur uppfinningarmaður Netsins.
- 1955 - Greg Ginn, bandarískur gítarleikari (Black Flag).
- 1960 - Mick Hucknall, enskur söngvari og lagahöfundur (Simply Red).
- 1962 - Nick Rhodes, enskur tónlistarmaðir (Duran Duran).
- 1974 - Bragi Þór Hinriksson, íslenskur leikstjóri.
- 1975 - Shilpa Shetty, indversk leikkona.
- 1976 - Lindsay Davenport, bandarísk tenniskona.
- 1977 - Kanye West, bandarískur rappari.
- 1982 - Nadia Petrova, rússnesk tennisleikkona.
- 1983 - Kim Clijsters, belgísk tennisleikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 632 - Múhameð, spámaður.
- 1042 - Hörða-Knútur, konungur Danmerkur (f. 1018).
- 1290 - Beatrice Portinari, konan sem Dante elskaði og fékk innblástur af (f. 1266).
- 1376 - Játvarður svarti prins, sonur Játvarðs 3. (f. 1330).
- 1588 - Mimar Sinan, tyrkneskur arkitekt (f. 1490).
- 1612 - Hans Leo Hassler, þýskt tónskáld (f. um 1564).
- 1651 - Tokugawa Iemitsu, japanskur herstjóri (f. 1604).
- 1714 - Soffía, kjörfurstaynja af Hanover og móðir Georgs 1. Bretakonungs (f. 1630).
- 1716 - Jóhann Vilhjálmur 2., kjörfursti í Pfalz (f. 1658).
- 1795 - Loðvík 17., Frakkakonungur (f. 1785).
- 1809 - Thomas Paine, bandarískur rithöfundur (f. 1737).
- 1845 - Andrew Jackson, Bandaríkjaforseti (f. 1767).
- 1880 - María Alexandrovna, rússnesk keisaraynja, kona Alexanders 2. Rússakeisara (f. 1829).
- 1882 - Jón Hjaltalín, landlæknir, 75 ára.
- 1924 - Andrew Irvine, enskur fjallaklifurmaður (fjallaklifursslys) (f. 1902).
- 1924 - George Leigh Mallory, enskur fjallaklifurmaður (fjallaklifursslys) (f. 1886).
- 1983 - Miško Kranjec, slóvenskur rithöfundur (f. 1908).
- 1990 - Jón Axel Pétursson, sjómaður og bæjarfulltrúi (f. 1898).
- 1996 - Filippía Kristjánsdóttir, íslenskt skáld (f. 1905).
- 1997 - Karen Wetterhahn, bandarískur eðlisfræðingur (f. 1948).
- 2007 - Richard Rorty, bandarískur heimspekingur (f. 1931).
- 2009 - Omar Bongo, forseti Gabon (f. 1935).
- 2020 – Pierre Nkurunziza, forseti Búrúndí (f. 1964).