Tokugawa Iemitsu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tokugawa Iemitsu

Tokugawa Iemitsu (徳川 家光 12. ágúst, 16048. júní, 1651) var þriðji sjógun Tokugawa-ættarinnar í Japan. Hann var elsti sonur Tokugawa Hidetada og tók við völdum þegar faðir hans sagði af sér 1623. Í valdatíð hans varð Shimabara-uppreisnin þegar kristnir bændur gerðu uppreisn vegna ofsókna hans gegn þeim. Hann barði niður uppreisnina, bannaði kristna trú með öllu og gaf út tilskipun sem lagði dauðarefsingu við því að Japanir ferðuðust frá Japan til annars lands. Hann varð fyrsti herstjórinn sem lést í embætti.


Fyrirrennari:
Tokugawa Hidetada
Sjógun
(1623 – 1651)
Eftirmaður:
Tokugawa Ietsuna