Jón Axel Pétursson
Útlit
Jón Axel Pétursson (f. á Eyrabakka 29. september 1898, d. 8. júní 1990) var íslenskur sjómaður og stjórnmálamaður. Hann var sjómaður á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn um hríð en síðar á skipum Eimskipafélagsins. Hann var hafnsögumaður í Reykjavíkurhöfn í um tveggja áratuga skeið. Bankastjóri við Landsbankann 1961-1969.
Jón Axel átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn frá 1934 til 1954, og var auk þess forseti Alþýðusambands Íslands.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.