Kanye West

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanye West
West árið 2009
Fæddur
Kanye Omari West

8. júní 1977 (1977-06-08) (46 ára)
Önnur nöfn
 • Ye
 • Yeezus
 • Saint Pablo
 • Yeezy
 • Louis Vuitton Don
Störf
 • Rappari
 • söngvari
 • lagahöfundur
 • upptökustjóri
 • fatahönnuður
Ár virkur1996–í dag
MakiKim Kardashian (g. 2014; sk. 2022)
Börn4
ForeldrarDonda West (móðir)
Tónlistarferill
UppruniChicago, Illinois, BNA
Stefnur
Útgefandi
Vefsíðakanyewest.com

Kanye Omari West (f. 8. júní 1977) er bandarískur hip hop-tónlistarmaður, lagahöfundur, plötuframleiðandi, leikstjóri og tískuhönnuður. West var alinn up á miðstéttarheimili í Chicago, Illinois og byrjaði að rappa í þriðja bekk og varð brátt mikilvægur þáttur í hip-hop senu borgarinnar. West gekk í listarskóla áður en hann hætti og sneri sér alveg að tónlistinni seint á árunum 1990 – 2000. Þótt löngun Kanyes hafi í raun staðið til þess að verða rappari tóku hljómplataframkvæmdastjórar hann ekki alvarlega, sáu hann fyrst og fremst sem framleiðanda. West hefur gefið út tíu plötur og er með söluhæstu tónlistarmönnum allra tíma með rúmlega 30 milljón sölum á áþreyfanlegum eintökum, og yfir 100 milljónir stafrænna sala.[1] Kanye West hefur verið mjög sigursæll á tónlistarverðlaunahátíðum og hefur tekið heim með sér 21 Grammy styttur og hefur verið tilnefndur 68 sinnum.[2]

West stofnaði plötuútgáfufyrirtækið GOOD Music eftir velgengni frumraunar sinnar, The College Dropout.[3] West hefur mörgum verið mikill áhrifavaldur og einnig uppgötvað stjörnur á einn eða annan hátt og mætti þar helst nefna John Legend, Travis Scott, Big Sean, Chance the Rapper og Desiigner.

Þátttaka í stjórnmálum[breyta | breyta frumkóða]

Kanye West bauð sig fram í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2020 fyrir eigið stjórnmálaafl, „Afmælisflokkinn“ (e. Birthday Party). Þegar West tilkynnti um framboð sitt í júlí 2020 var framboðsfrestur til að komast á kjörseðla í mörgum ríkjum Bandaríkjanna þegar liðinn.[4] Í nóvember 2022 tilkynnti West að hann hygðist aftur gefa kost á sér í forsetakosningum ársins 2024.[5]

West hefur vakið athygli og umtal með ýmsum umdeildum yfirlýsingum sínum, meðal annars um að þrælahald og kúgun svarts fólks í Bandaríkjunum hafi verið „val“ þeirra sjálfra. Í október 2022 leiddu ummæli West um Gyðinga sem einkenndust af Gyðingahatri til þess að West var tímabundið bannaður á samfélagsmiðlinum Twitter og ýmis stórfyrirtæki, meðal annars þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas, slitu samstarfi við hann.[6] Hann vakti frekari hneykslan í desember sama ár þegar hann lýsti yfir aðdáun sinni á Adolf Hitler og nasistum.[7]

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Kanye West kvæntist raunveruleikaþáttastjörnunni Kim Kardashian í maí 2014 eftir tveggja ára samband. Saman eiga þau dótturina North „Nori“ West, fædda 15. júní 2013, soninn Saint West, fæddan 5. desember 2015, og dótturina Chicago West, fædd 15. janúar 2018. West og Kardashian tilkynntu að þau hygðust skilja í janúar 2021.[8]

Plötuútgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2017. Sótt 9. október 2017.
 2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. desember 2018. Sótt 9. október 2017.
 3. [1]
 4. Sylvía Hall (20. júlí 2020). „Kanye West hélt ó­hefð­bundinn stuðnings­manna­fund“. Vísir. Sótt 31. október 2022.
 5. Jóhann Óskar Jóhannson (25. nóvember 2022). „Kanye stefnir á forsetastólinn 2024“. Viðskiptablaðið. Sótt 3. desember 2022.
 6. Alexander Kristjánsson (25. október 2022). „Fyrirtæki keppast við að slíta samningum við Kanye West“. RÚV. Sótt 31. október 2022.
 7. Alexander Kristjánsson (2. desember 2022). „Kanye West segist dá Hitler“. RÚV. Sótt 6. desember 2022.
 8. Jón Þór Stefánsson (6. janúar 2021). „Kim og Kanye að skilja“. DV. Sótt 31. október 2022.