Gunnlaugur Scheving

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnlaugur Óskar Scheving (8. júní 19049. september 1972) var íslenskur myndlistarmaður og einn þekktasti listmálari Íslendinga á 20. öld. Gunnlaugur stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn. Gunnlaugur ólst upp á Seyðisfirði. Úrsmiðurinn þar átti ensk littímarit með myndum, hann kenndi Gunnlaugi ensku og dáðist Gunnlaugur mjög að myndunum. Foreldrar Gunnlaugs sendu hann 5 ára gamlan í fóstur á Unaósi og síðar Seyðisfirði. Sextán ára sneri hann aftur til Reykjavíkur til að vinna á Morgunblaðinu hjá frænda sínum, ritstjóranum og skáldinu Þorsteini Gíslasyni. Gunnlaugur lærði teikningu hjá Einari Jónssyni og er meðal fyrstu nemenda Muggs í skólanum við Hellusund. Árið 1923 fór hann til Kaupmannahafnar, reyndar með viðkomu í Eyjum, Austfjörðum, Leith (við Edinborgh) og Osló. Hann nam við listaakademíuna þar en á meðan hann bjó sig undir inngöngu bjó hann í húsnæði Nínu Sæmundsson sem þá var á Ítalíu. Hann fékk enga sumarvinnu í Danmörku og vann því við kolauppskipun heima. Eftir sumarið hafði hann ekki efni á að snúa aftur og þar sem hann fær engan styrk hann er heima til 1925. Hann var í Akademíinu til 1930. Verk hans, Bassabáturinn, var í öndvegi Landakotssýningarinnar 1930. Hún er máluð miðað við gullinsnið. Gunnlaugur málaði um tíma á Þingvöllum með Jóni Engilberts og Eggerti Guðmundssyni. Hann flutti eftir það á Seyðisfjörð en hélt sýningar í Reykjavík. Á þessum tíma var dyggasti stuðningsmaður Gunnlaugs járnsmiðurinn Markús Ívarsson sem lét listaverkakaup framar öðrum þörfum sínum. Gunnlaugur giftist Grete Linck, samnemanda úr listnámi í Kaupmannahöfn og héldu þau sýningar saman. Gunnlaugur dvaldi hjá Sigvalda Kaldalóns í Grindavík um 1940 og málaði þá margar sjávarmynda sinna. Hann bjó einnig hjá Ragnari Ásgeirssyni ráðunauti við Laugarvatn. Hann gerði myndir um Landnámið fyrir lýðveldishátíðina úr lituðum pappír. Þær myndir sýna m.a. Hrafna-Flóka, Ingólf og Hjörleif og öndvegissúlurnar. Auk þess að myndskreyta Njálu myndskreytti hann Gretlu og var fyrirmynd hans norsk skreyting Heimskringlu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Íslensk myndlist á 19. og 20. öld, I (1964) eftir Björn Th. Björnsson

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.