Suður-Þrændalög
Útlit
Suður-Þrændalög (norska: Sør-Trøndelag) var fylki í miðju Noregs, 18.848 km² að stærð og íbúarnir eru um það bil 283.000. Höfuðstaðurinn og stærsta borgin í fylkinu er Þrándheimur, með um 160.000 íbúa. Þrándheimur er einnig þriðja stærsta borg Noregs. Fylkið er nú hluti af fylkinu Þrændalög sem varð til 1. janúar 2018.