Robert F. Kennedy
Robert F. Kennedy | |
---|---|
![]() Robert F. Kennedy árið 1964. | |
Öldungadeildarþingmaður fyrir New York | |
Í embætti 3. janúar 1965 – 6. júní 1968 | |
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 21. janúar 1961 – 3. september 1964 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 20. nóvember 1925 Brookline, Massachusetts, Bandaríkjunum |
Látinn | 6. júlí 1968 (42 ára) Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Ethel Skakel (g. 1950) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | 11 |
Háskóli | Harvard-háskóli (BA) Virginíuháskóli (LLB) |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Robert Francis Kennedy eða Bobby Kennedy, einnig þekktur sem RFK (20. nóvember 1925 — 6. júní 1968) var bandarískur stjórnmálamaður, dómsmálaráðherra og forsetaframbjóðandi. Hann var yngri bróðir Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta og gegndi embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans á árunum 1961 til 1964. Hann var einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og einn helsti ráðgjafi hans í Kúbudeilunni. Hans er minnst fyrir framlag sitt til réttindabaráttu afrískættaðra Bandaríkjamanna á 6. og 7. áratug 20. aldar.
Kennedy gegndi embætti dómsmálaráðherra undir forsæti Lyndons B. Johnson í níu mánuðu eftir morðið á bróður hans, John F. Kennedy. Hann lét af starfi í september 1964 og varð fulltrúi New York-fylkis á öldungadeild Bandaríkjaþings í nóvember sama ár. Hann var ósammála Johnson um Víetnamstríðið og ýmislegt annað.
Árið 1968 tilkynnti Kennedy að hann sæktist eftir tilnefningu Demókrataflokksins til framboðs í forsetakosningum sama ár. Kennedy var skotinn í eldhúsi Ambassador-hótelsins í Los Angeles, skömmu eftir að hann hafði tilkynnt sigur sinn í undankosningunum í Kaliforníu þann 5. júní 1968 og lést hann daginn eftir.
Stuttu eftir dauða Kennedy var palestínskur innflytjandi að nafni Sirhan Sirhan handtekinn fyrir morðið. Sirhan játaði á sig morðið og var dæmdur til dauða árið 1969 en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi.[1] Sirhan Sirhan hafði verið stuðningsmaður Kennedy en hafði snúist gegn honum þar sem hann hafði þótt hallur undir Ísraelsríki og hafði átt þátt í sölu 50 orrustuþota til Ísraela.[2]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Morðingi Kennedys fær reynslulausn“. mbl.is. 28. ágúst 2021. Sótt 28. ágúst 2021.
- ↑ Steingerður Steinardóttir (12. desember 2000). „Robert Kennedy: Yngri en ekki síðri“. Vikan. bls. 38-39.