Forseti Austurríkis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexander Van der Bellen er núverandi forseti Austurríkis.

Forseti Austurríkis er þjóðhöfðingi Austurríkis. Að nafninu til fer hann með mikil völd, samkvæmt stjórnarskrá Austurríkis, en í reynd eru völd hans að mestu leyti táknræn. Forsetaembættið var stofnað í kjölfar þess að Austurrísk-ungverska keisaradæmið var lagt niður 1921, eftir ósigur þess í fyrri heimsstyrjöld. Frá 1951 hefur forsetinn verið kosinn í almennri kosningu til sex ára í senn. Síðan þá hefur forsetinn ýmist kjörinn úr röðum sósíaldemókrata eða Þjóðarflokksins, með þeirri undantekningu að núverandi forseti, Alexander Van der Bellen, kemur úr röðum Græningja.

Aðsetur forsetans er í Leópoldsálmunni í Hofburg-höll í Vínarborg.

Forsetar Austurríkis frá stofnun 2. lýðveldisins[breyta | breyta frumkóða]

Röð Forseti Tímabil Ath.
1 Karl Renner 1945-1950 Lést í embætti
2 Theodor Körner 1951-1957 Lést í embætti
3 Adolf Schärf 1957-1965 Lést í embætti
4 Franz Jonas 1965-1974 Lést í embætti
5 Rudolf Kirchschläger 1974-1986 Óflokksbundinn
6 Kurt Waldheim 1986-1992 Var áður aðalritari Sameinuðu þjóðanna
7 Thomas Klestil 1992-2004 Lést í embætti
8 Heinz Fischer 2004-2016
9 Alexander Van der Bellen Síðan 2016