Fara í innihald

Þrændalög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Þrændalög

Þrændalög (norska: Trøndelag) er landshluti í Noregi sem var skipt í tvö fylki: Suður-Þrændalög og Norður-Þrændalög, en sameinuðust aftur í eitt fylki 1. janúar 2018. Þrændalög eru 41.262 ferkílómetrar að stærð (12,7 % af flatarmáli Noregs) og þar bjuggu um 455.000 árið 2017. Þéttleiki byggðar er tæplega 10 íbúar á ferkílómetra. Frá Røros í suðri til Rørvik í norðri eru það 248 km í loftlínu og akstursfjarlægð milli bæjanna tveggja er 470 km. Íbúar Þrændalögs eru kallaðir Trønder.

Þrændalög í Noregi.

Að fornu var nafnið Þrándheimur einnig notað um byggðirnar umhverfis Þrándheimsfjörðinn. Fyrri liðurinn, „Þrándur“, getur verið mannsnafn, en vísar líklega frekar til fólksins sem bjó þar, sem var kallað Þrændir. Nafnið „Þrændalög“ er dregið af því að þetta varð snemma sameiginlegt stjórnsýslusvæði, með sameiginlega löggjöf. Danalög á Englandi er hliðstæð nafngift.

Stundum er talað um Þrændalög sem Mið-Noreg, því að landshlutinn er mitt á milli Norður-Noregs og Suður-Noregs. Suður-Noregur skiptist svo í Austurlandið, Suðurlandið og Vesturlandið. Vegna landfræðilegrar legu og að nokkru leyti sameiginlegrar stjórnsýslu eru landshlutarnir Norðmæri og Raumsdalur hluti af Mið-Noregi, en Sunnmæri telst hluti af Vesturlandinu og þar með Suður-Noregi.

Óopinber höfuðborg Þrændalaga er Þrándheimur í Suður-Þrændalögum, sem að fornu hét Niðarós. Í Þrændalögum og á Norðmæri tala menn sérstaka mállýsku af norsku.

Sögulega mikilvægar atvinnugreinar í Þrændalögs hafa verið landbúnaður, skógrækt, námuvinnsla og fiskveiðar. Í Þrændalögum er mikil vatns- og vindorkuframleiðsla sem styður við stóriðju og bræðslu. Fiskeldi stendur undir helmingi af útflutningsverðmæti Þrændalagag Olíu- og gasvinnsla undan Þrændalagaströndum er einnig umtalsverð. Tækjaiðnaður og útgerðarfyrirtæki í Þrændalögum sjá fyrir fiskeldis og veiða. Þrándheimur er miðstöð háskólamenntunar og rannsókna og hýsir höfuðstöðvar NTNU (Norski vísinda- og tækniháskólinn) og SINTEF (rannsóknarstofnun, skipulögð sem sjálfstæð sjálfseignarstofnun, sem stundar rannsóknir á sviði tækni, náttúruvísinda og félagsvísinda), sem hefur orðið til af fjölda tæknifyrirtækja.

Bæjar- og sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]

Þrándheimur

Það eru átta borgir í Þrændalögum

Þrándheimur er höfuðborgin en þau deila sýslunni með Steinkjer. Hinar eru Levanger, Namsos, Orkanger, Rørvik, Stjørdalshalsen og Verdalsøra. Auk þess er Røros sem hefur kosið að kalla sig námubæ (bergstad á norsku).

Þessu til viðbótar eru 98 þéttbýli í Þrændalögum (skilgreint af aðal hagstofu í Noregi). Stærstir þeirra eru Melhus, Hommelvik, Oppdal, Klæbu, Kyrksæterøra, Støren, Brekstad, Skogn, Straumen og Børsa.

Landslag í Flatanger
Landslag í Midtre Gauldal
Landslag í Nærøysund
Landslag í Rennebu
Landslag á Frøya

38 sveitarfélög eru í Þrændalögum:

Þrændalögum samanstendur af fjórum landfræðilegum tegundum:  

- Þrándheimsfjörðurinn og dalirnir sem opnast inn í fjörðinn.  

- Strandþorpin og eyjarnar frá Heimi og Hitra í suðri til Leka í norðri.  

- Namdalen, dalurinn meðfram ánni Naumu.  

- Fjallbæirnir Røros, Oppdal og Rindal, sem eru staðsettir á vatnasviðum ánna Glåmas, Drivas og Surnas.

Orkladalurinn með Orkanger fyrir miðri mynd.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Trøndelag“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. júlí 2009.
    Dæmigerður sveitabær í Þrændalögum.