Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990 var í 14. sinn sem mótið var haldið. Þetta árið var það í Ítalíu frá 8. til 29. Júní. 116 landslið tóku þátt, útsláttarkeppnin byrjaði í April 1988. 22 lið komust áfram í riðlinum, einnig komst Ítalía áfram þar sem að þeir voru að halda keppnina og einnig komst verjandi bikarsins Argentína. Vestur þýskaland vann HM 1990, þriðja skiptið sem þeir unnu HM. Þeir unnu Argentínu 1-0 í úrslitaleik. Italía endaði í 3 sæti, og England í fjórða, bæði liðin töpuðu í vítaspyrnukeppni. HM 1990 er talið vera eitt slakasta HM fyrr og síðar. Það var aðeins skorað 2.21 mörk í leik að meðaltali – stendur þetta met ennþá – og einnig voru gefin 16 rauð spjöld sem er einnig met. Topp Markaskorari og besti leikmaðurinn á HM var Salvatore schillaci sem er frá Ítalíu. Efnilegasti leikmaðurinn var Robert Prosinečki frá júgóslavíu.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Átta Evrópuþjóðir: Austurríki, England, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Júgóslavía, Sovétríkin og Vestur-Þýskaland, auk Íran frá Asíu lýstu áhuga sínum á að halda HM 1990. Þegar kom að ákvörðun á FIFA-þinginu 1984 höfðu þau öll nema Ítalía og Sovétríkin dregið umsókn sína til baka. Ítalir höfðu betur í kosningu með 11 atkvæðum gegn 5. Ítalir urðu þar með önnur þjóðin á eftir Mexíkó til að fá úthlutað HM öðru sinni.

Undankeppni[breyta | breyta frumkóða]

114 lið skráðu sig til keppni auk gestgjafanna og ríkjandi heimsmeistara sem fengu sjálfkrafa sæti í úrslitum. Tveimur sterkum knattspyrnuþjóðum var vikið úr keppni. Mexíkó var meinuð þátttaka fyrir að hafa teflt fram of gömlum leikmönnum í unglingalandsliði. Mexíkóar töldu margir refsinguna óhóflega og hafa þann helsta tilgang að tryggja Bandaríkjamönnum sæti í úrslitakeppninni til að undirbúa þá undir gestgjafahlutverkið fjórum árum síðar. Hitt liðið sem sæta mátti keppnisbanni var Síle, en markvörður landsliðs þeirra varð uppvís að því í undankeppnisleik gegn Brasilíu að sviðsetja alvarleg meiðsli sín eftir að flugeldi var kastað nærri honum.

Frökkum mistókst að komast í úrslitakeppnina og sama gilti um Pólverja í fyrsta sinn síðan á HM 1970. Kólumbía varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitunum eftir sigur í umspili gegn Ísraelum, sem raunar höfðu tekið þátt í Eyjaálfuforkeppninni.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

Leikvangar[breyta | breyta frumkóða]

Mílanó Róm Tórínó Napólí
San Siro Stadio Olimpico Stadio delle Alpi Stadio San Paolo
Áhorfendur: 74,559 Áhorfendur: 73,603 Áhorfendur: 62,628 Áhorfendur: 59,978
Stadio San Paolo (Napoli vs Club Brugge) - panoramio (4).jpg
Bari Flórens Veróna Údíne
Stadio San Nicola Stadio Comunale Stadio Marc'Antonio Bentegodi Stadio Friuli
Áhorfendur: 51,426 Áhorfendur: 38,971 Áhorfendur: 35,950 Áhorfendur: 35,713
Soccer in Florence, Italy, 2007.jpg Italy - Verona - Stadio Marcantonio Bentegodi.jpg Stadio "Friuli" - panoramio.jpg
Cagliari Bologna Palermó Genóa
Stadio Sant'Elia Stadio Renato Dall'Ara Stadio La Favorita Stadio Luigi Ferraris
Áhorfendur: 35,238 Áhorfendur: 34,520 Áhorfendur: 33,288 Áhorfendur: 31,823
Stadio Dall'Ara 01-02-2020.jpg Stadio Luigi Ferraris di Genova.jpg

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í sex riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit, auk þeirra fjögurra liða í þriðja sæti sem bestum árangri náðu.

Riðill 1[breyta | breyta frumkóða]

Ítalir unnu riðilinn á fullu húsi stiga. Varamaðurinn Salvatore Schillaci skoraði sigurmark þeirra í fyrsta leiknum, sem jafnframt var aðeins hans annar landsleikur. Schillaci reyndist ein af stjörnum keppninnar. Tékkóslóvakía byrjaði með látum og fylgdi Ítölum upp úr riðlinum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Italy.svg Ítalía 3 3 0 0 4 0 +4 6
2 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía 3 2 0 1 6 3 +3 4
3 Flag of Austria.svg Austurríki 3 1 0 2 2 3 -1 2
4 Flag of the United States.svg Bandaríkin 3 0 0 3 2 8 -6 0

9. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm

  • Flag of Italy.svg Ítalía 1 : 0 Flag of Austria.svg Austurríki

10. júní - Stadio Comunale, Flórens

  • Flag of the United States.svg Bandaríkin 1 : 5 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía

14. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm

  • Flag of Italy.svg Ítalía 1 : 0 Flag of the United States.svg Bandaríkin

15. júní - Stadio Comunale, Flórens

  • Flag of Austria.svg Austurríki 0 : 1 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía

19. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm

  • Flag of Italy.svg Ítalía 2 : 0 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía

19. júní - Stadio Comunale, Flórens

  • Flag of Austria.svg Austurríki 2 : 1 Flag of the United States.svg Bandaríkin

Riðill 2[breyta | breyta frumkóða]

Einhver óvæntustu úrslit í sögu HM litu dagsins ljós í opnunarleiknum þar sem Kamerún vann sigur á heimsmeisturum Argentínumanna. Afríkuliðið hélt sínu striki og endaði á toppi riðilsins þrátt fyrir stórtap í lokaleiknum. Heimsmeistararnir máttu sætta sig við að skríða í 16-liða úrslitin út á þriðja sætið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Cameroon.svg Kamerún 3 2 0 1 3 5 -2 4
2 Flag of Romania.svg Rúmenía 3 1 1 1 4 3 +1 3
3 Flag of Argentina.svg Argentína 3 1 1 1 3 2 +1 3
4 Flag of the Soviet Union.svg Sovétríkin 3 1 0 2 4 4 0 2

8. júní - San Siro, Mílanó

  • Flag of Argentina.svg Argentína 0 : 1 Flag of Cameroon.svg Kamerún

9. júní - Stadio San Nicola, Bari

  • Flag of the Soviet Union.svg Sovétríkin 0 : 2 Flag of Romania.svg Rúmenía

13. júní - Stadio San Paolo, Napólí

  • Flag of Argentina.svg Argentína 2 : 0 Flag of the Soviet Union.svg Sovétríkin

14. júní - Stadio San Nicola, Bari

  • Flag of Cameroon.svg Kamerún 2 : 1 Flag of Romania.svg Rúmenía

18. júní - Stadio San Paolo, Napólí

  • Flag of Argentina.svg Argentína 1 : 1 Flag of Romania.svg Rúmenía

18. júní - Stadio San Nicola, Bari

  • Flag of Cameroon.svg Kamerún 0 : 4 Flag of the Soviet Union.svg Sovétríkin

Riðill 3[breyta | breyta frumkóða]

Svíar og Skotar ollu stuðningsmönnum sínum vonbrigðum og sátu eftir. Óþekkt lið Kosta Ríka kom mjög á óvart og náði öðru sætinu á eftir Brasilíumönnum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Brazil.svg Brasilía 3 3 0 0 4 1 +3 6
2 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 3 2 0 1 3 2 +1 4
3 Flag of Scotland.svg Skotland 3 1 0 2 2 3 -1 2
4 Flag of Sweden.svg Svíþjóð 3 0 0 3 3 6 -3 0

10. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó

  • Flag of Brazil.svg Brasilía 2 : 1 Flag of Sweden.svg Svíþjóð

11. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa

  • Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 1 : 0 Flag of Scotland.svg Skotland

16. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó

  • Flag of Brazil.svg Brasilía 1 : 0 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka

16. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa

  • Flag of Sweden.svg Svíþjóð 1 : 2 Flag of Scotland.svg Skotland

20. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó

  • Flag of Brazil.svg Brasilía 1 : 0 Flag of Scotland.svg Skotland

20. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa

  • Flag of Sweden.svg Svíþjóð 1 : 2 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka

Riðill 4[breyta | breyta frumkóða]

Flest mörkin voru skoruð í 4. riðli og átti slakur varnarleikur Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar stóran hlut að máli. Vestur-Þjóðverjar unnu stórsigur á Júgóslövum í fyrsta leiknum, 4:1 og enduðu á toppnum. Kólumbíumenn fylgdu Evrópuþjóðunum í 16-liða úrslit.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Germany.svg Vestur-Þýskaland 3 2 1 0 10 3 +7 5
2 Flag of Yugoslavia (1946-1992).svg Júgóslavía 3 2 0 1 6 5 +1 4
3 Flag of Colombia.svg Kólumbía 3 1 1 1 3 2 +1 3
4 Flag of the United Arab Emirates.svg Sameinuðu arabísku furstadæmin 3 0 0 3 2 11 -9 0

9. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna

  • Flag of the United Arab Emirates.svg Sameinuðu arabísku furstadæmin 0 : 2 Flag of Colombia.svg Kólumbía

10. júní - San Siro, Mílanó

  • Flag of Germany.svg Vestur-Þýskaland 4 : 1 Flag of Yugoslavia (1946-1992).svg Júgóslavía

14. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna

  • Flag of Yugoslavia (1946-1992).svg Júgóslavía 1 : 0 Flag of the United Arab Emirates.svg Sameinuðu arabísku furstadæmin

15. júní - San Siro, Mílanó

  • Flag of Germany.svg Vestur-Þýskaland 5 : 1 Flag of Spain.svg Spánn

19. júní - San Siro, Mílanó

  • Flag of Germany.svg Vestur-Þýskaland 1 : 1 Flag of Colombia.svg Kólumbía

19. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna

  • Flag of Yugoslavia (1946-1992).svg Júgóslavía 4 : 1 Flag of the United Arab Emirates.svg Sameinuðu arabísku furstadæmin

Riðill 5[breyta | breyta frumkóða]

Spánn og Belgía tylltu sér á topp 5. riðils. Úrúgvæ fylgdi þeim í 16-liða úrslit eftir að skora mark á lokamínútunni gegn Suður-Kóreu sem rak lestina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Spain.svg Spánn 3 2 1 0 5 2 +3 5
2 Flag of Belgium.svg Belgía 3 2 0 1 6 3 +3 4
3 Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ 3 1 1 1 2 3 -1 3
4 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 3 0 0 3 1 6 -5 0

12. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna

  • Flag of Belgium.svg Belgía 2 : 0 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea

13. júní - Stadio Friuli, Udine

  • Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ 0 : 0 Flag of Spain.svg Spánn

17. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna

  • Flag of Belgium.svg Belgía 3 : 1 Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ

17. júní - Stadio Friuli, Udine

  • Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 1 : 3 Flag of Spain.svg Spánn

21. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna

  • Flag of Belgium.svg Belgía 1 : 2 Flag of Spain.svg Spánn

21. júní - Stadio Friuli, Udine

  • Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 0 : 1 Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ

Riðill 6[breyta | breyta frumkóða]

Markaþurrð einkenndi 6. riðilinn. England, Írland og Holland höfðu öll verið saman í riðli á EM 1992 og mættust á ný í riðlakeppninni. Þar sem Holland og Írland luku keppni með sama stigafjölda og markatölu þurfti að varpa hlutkesti um hvort liðið hlyti annað sætið og hvort það þriðja.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of England.svg England 3 1 2 0 2 1 +1 4
2 Flag of Ireland.svg Írland 3 0 3 0 2 2 0 3
3 Flag of the Netherlands.svg Holland 3 0 3 0 2 2 0 3
4 Flag of Egypt.svg Egyptaland 3 0 2 1 1 2 -1 2

11. júní - Stadio Sant'Elia, Cagliari

  • Flag of England.svg England 1 : 1 Flag of Ireland.svg Írland

12. júní - Stadio La Favorita, Palermo

  • Flag of the Netherlands.svg Holland 1 : 1 Flag of Egypt.svg Egyptaland

16. júní - Stadio Sant'Elia, Cagliari

  • Flag of England.svg England 0 : 0 Flag of the Netherlands.svg Holland

17. júní - Stadio La Favorita, Palermo

  • Flag of Ireland.svg Írland 0 : 0 Flag of Egypt.svg Egyptaland

21. júní - Stadio Sant'Elia, Cagliari

  • Flag of England.svg England 1 : 0 Flag of Egypt.svg Egyptaland

21. júní - Stadio La Favorita, Palermo

  • Flag of Ireland.svg Írland 1 : 1 Flag of the Netherlands.svg Holland

Útsláttarkeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Tvö til þrjú efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Mark Claudio Canniggia tíu mínútum fyrir leikslok, eftir sendingu Diego Maradona skildi að Argentínumenn og Brasilíu. Brasilíumenn sökuðu leikmenn Argentínu eftir leikinn um að hafa gefið varnarmanni þeirra sljóvgandi lyf. Leikmennirnir Rudi Völler og Frank Rijkaard voru báðir reknir af velli í sigrði Vestur-Þjóðverja á Hollendingum í miklum hitaleik. Ljót mistök kólumbíska markvarðarins René Higuita komu Kamerún í fjórðungsúrslit, fyrstu Afríkuliða. Írar sem ekki unnu leik í riðlakeppninni héldu sínu striki og komust áfram eftir sigur á Rúmenum í vítaspyrnukeppni. Engu mátti muna að grípa þyrfti til enn einnar vítakeppninnar í leik Englendinga og Belga, en David Platt skoraði sigurmark á lokamínútunni.

23. júní - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 50.026

23. júní - Stadio San Nicola, Bari, áh. 47.673

24. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó, áh. 61.381

24. júní - San Siro, Mílanó, áh. 74.559

25. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa, áh. 31.818

25. júní - Stadio Olimpico, Róm, áh. 73.303

26. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna, áh. 35.500

26. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna, áh. 34.520

Fjórðungsúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Viðureign Argentínu og Júgóslavíu lauk með vítakeppni þar sem Argentínumenn unnu þrátt fyrir að Maradona hefði misnotað sína spyrnu. HM-ævintýri írska landsliðsins lauk með 1:0 tapi gegn heimamönnum Ítala. Þjóðverjar og Englendingar voru tvö síðustu liðin í undanúrslitin, þeir síðarnefndu eftir nauman sigur á Kamerún í framlengingu.

30. júní - Stadio Comunale, Flórens, áh. 38.971

30. júní - Stadio Olimpico, Róm, áh. 73.303

1. júlí - San Siro, Mílanó, áh. 73.347

1. júlí - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 55.205

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Báðar undanúrslitaviðureignirnar enduðu með vítakeppni eftir 1:1 jafntefli. Heimamenn og Englendingar máttu bíta í það súra epli að missa af úrslitaleiknum.

3. júlí - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 59.978

4. júlí - Stadio delle Alpi, Tórínó, áh. 62.628

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

Ítalir náðu 3. sætinu eftir sigur á Englendingum. Toto Schillaci tryggði sér markakóngstitilinn með sínu sjötta marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

7. júlí - Stadio San Nicola, Bari, áh. 51.426

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

Úrslitaleikur HM 1990 er almennt talinn einn sá lakasti í sögu HM. Þegar um hálftími var eftir af leiknum varð Argentínumaðurinn Pedro Monzon fyrstur allra til að láta reka sig af velli í úrslitum. Argentínumenn sem neyddust til að tefla fram talsvert veiktu liði vegna meiðsla og leikbanna reyndu lítið að sækja en vörðust af mikilli hörku. Þegar fimm mínútur voru eftir var dæmd vítaspyrna fyrir brot á Rudi Völler sem Andreas Brehme nýtti vel. Með sigrinum varð Franz Beckenbauer fyrstur allra til að sigra á HM bæði sem leikmaður og þjálfari.

8. júlí - Stadio Olimpico, Róm, áh. 73.603

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Salvatore Schillaci hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 75 leikmenn á milli sín 115 mörkum, ekkert þeirra var sjálfsmark.

6 mörk
5 mörk
4 mörk
3 mörk