Fara í innihald

30. júlí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
JúnJúlíÁgú
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031
2024
Allir dagar


30. júlí er 211. dagur ársins (212. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 154 dagar eru eftir af árinu.

  • 2003 - Síðasta Volkswagen bjallan var framleidd í Mexíkó. Þá höfðu 21.529.464 bílar af þessari gerð verið framleiddir frá 1938.
  • 2004 - Yfir 15 létust þegar sprenging varð í gasröri utan við belgíska bæinn Ath.
  • 2006 - Árásin á Qana: 54 almennir borgarar létust í loftárás Ísraelshers á bæinn Qana í suðurhluta Líbanon.
  • 2010 - Airblue flug 202 hrapaði við Islamabad í Pakistan. Allir 152 um borð fórust. Þetta var versta flugslys í sögu Pakistan.
  • 2012 - Rafmagnsleysið á Indlandi 2012: 620 milljónir manna voru án rafmagns í versta rafmagnsleysi sögunnar.
  • 2017 - Vladimír Pútín rak 755 bandaríska erindreka frá Rússlandi vegna viðskiptaþvingana.
  • 2019Skyndskilnaðir að íslömskum hætti voru bannaðir á Indlandi.
  • 2020 - Mars 2020: NASA sendi geimfar til Mars með tvo marsbíla sem eiga að kanna hvort líf geti hafa þróast á Mars.