Árni Þór Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS)
Árni Þór Sigurðsson
Fæðingardagur: 30. júlí 1960 (1960-07-30) (57 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Þingsetutímabil
2007-2009 í Reykv. n. fyrir Vg.
2009-2013 í Reykv. n. fyrir Vg.
2013-2014 í Reykv. n. fyrir Vg.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Árni Þór Sigurðsson (f. 1960 í Reykjavík) er íslenskur sendiherra og fyrrum alþingismaður. Árni Þór lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Hamrahlíð 1979 og cand.mag. prófi í hagfræði og málvísindum frá Oslóarháskóla 1986. Hann stundaði framhaldsnám í slavneskum málum við háskólana í Stokkhólmi og Moskvu. Auk þess hefur Árni Þór stundað nám í ensku við King‘s College í Bournemouth á Englandi, í rússnesku við Extra Class í Pétursborg í Rússlandi og í opinberri stjórnsýslu og alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.

Árni Þór ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurður Kristófer Árnason skipstjóri og Þorbjörg Friðriksdóttir hjúkrunarkennari (bæði látin). Eiginkona Árna Þórs er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Árni Þór starfaði sem leiðsögumaður í Rússlandi um tíma, var fréttaritari við Ríkisútvarpið þar í landi og á fréttastofu RÚV. Þá var hann deildarstjóri í samgönguráðuneytinu og ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum og Helgarblaðinu. Á árunum 1992-1997 starfaði hann við kjara- og félagsmál hjá Kennarasambandi Íslands.

Í sveitarstjórn[breyta | breyta frumkóða]

Árni Þór hefur starfað í sveitarstjórnarmálum sem borgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í Reykjavík hefur hann stýrt málaflokkum eins og hafnamálum, leikskólamálum, skipulagmálum og umhverfis- og samgöngumálum. Þá var hann forseti borgarstjórnar 2002-2005. Árni Þór sat í stjórn Hafnasambands Íslands 1994-2004, þar af sem formaður frá 1997 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1999-2007, meðal annars sem varaformaður. Þá hefur hann reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði sveitarstjórnarmála.

Á Alþingi[breyta | breyta frumkóða]

Árni Þór var kjörinn alþingismaður í Alþingiskosningunum 12. maí 2007 og er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann átti sæti í samgöngunefnd og umhverfisnefnd Alþingis og einnig í þingmannanefnd EFTA. Í kosningunum 2009 var hann endurkjörinn sem þingmaður VG í Reykjavíkurkjördæmi norður. Á kjörtímabilinu 2009-2013 hefur Árni Þór verið formaður utanríkismálanefndar, átt sæti í allsherjarnefnd, menntamálanefnd, félagsmálanefnd, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Þá hefur hann átt sæti í þingmannanefnd EFTA/EES, þar af sem formaður frá 2009, á sæti í Norðurlandaráði, var m.a. formaður mennta- og menningarmálanefndar ráðsins 2012 og sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2009. Árni Þór var formaður Sameiginlegu þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins fram að afsögn sinni.

Árni Þór hefur verið virkur í alþjóðastarfi, bæði á sveitarstjórnarstigi og á vegum Alþingis. Hann átti sæti í stjórnarnefnd Eurocities um samgöngumál, var fulltrúi íslenskra sveitarfélaga á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins, sat þing Alþjóðahafnasambandsins árin 1994 - 2006 og var í stjórn Alþjóðasambands hafnaborga. Þá starfaði hann um skeið sem verkefnisstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel.

Árni Þór sagði af sér þingmennsku sumarið 2014, en skömmu áður hafði verið tilkynnt að hann hefði verið skipaður sendiherra af Gunnari Braga Sveinssyni.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Árni Þór segir af sér, dv.is, 18. ágúst 2014

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Fésbókarsíða Árna Þórs.

Einkennismerki Wikitilvitnunar
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni