Enron

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Enron Corporation
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1985 (Fáni BandaríkjanaOmaha, Nebraska)
Stofnandi Kenneth Lay
Örlög Gjaldþrota
Staðsetning Houston, Texas
Starfsemi Hrávörumiðlun og orkusala
Starfsfólk 20.000 (árið 2000)

Enron Corporation var bandarískt orku-, hrávöru- og þjónustufyrirtæki með aðsetur í Houston, Texas. Það var stofnað af Kenneth Lay árið 1985 við samruna fyrirtækjanna Lay's Houston Natural Gas og InterNorth, tveggja tiltölulega lítilla raforku- og gassölufyrirtækja. Fyrir gjaldþrot fyrirtækisins þann 2. desember 2001 störfuðu um 20.000 manns hjá Enron, sem var m.a stórtækt á sviði raforku- og jarðgassölu, fjarskipta og hrávörumiðlunar[1].

Enron-hneykslið[breyta | breyta frumkóða]

Í lok árs 2001 kom í ljós að stjórnendur Enron höfðu stundað stórfelld bókhaldssvik í þeim tilgangi að blása upp hlutabréfaverð fyrirtækisins. Fyrirtækið fór að lokum fram á gjaldþrotaskipti, sem leiddi til þess að þúsundir starfa töpuðust ásamt því að fjöldi fjárfesta tapaði milljörðum dollara. Bókhaldssvikin voru með þeim stærstu í sögunni og hafa í seinni tíð verið nefnd Enron-hneykslið, en þau voru sögð hafa verið stofnanavædd, kerfisbundin og vel skipulögð.[2].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „What Was Enron? What Happened and Who Was Responsible“. Investopedia (enska). Sótt 14. maí 2023.
  2. „Enron scandal | Summary, Explained, History, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 14. maí 2023.