Fara í innihald

Friðrik 8.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Lukkuborgarar Konungur Danmerkur
Lukkuborgarar
Friðrik 8.
Friðrik VIII
Ríkisár 1906 – 1912
KjörorðHerren er min Hjælper.
Fæddur3. júní 1843
 Í Guluhöll, Amalíugötu 18, Kaupmannahöfn
Dáinn14. maí 1912 (68 ára)
 Hamborg í Þýskalandi
GröfHróarskeldudómkirkja
Konungsfjölskyldan
Faðir Kristján 9.
Móðir Louise af Hessen-Kassel
DrottningLovísa af Svíþjóð og Noregi
BörnPrinsar og prinsessur:

Friðrik 8. af Glücksborg var konungur Danmerkur frá 19061912. Hann var elstur barna Kristjáns konungs 9. og Lovísu af Hessen-Kassel. Hann kvæntist Lovísu prinsessu af Svíþjóð-Noregi árið 1869. Fljótlega eftir brúðkaupið settust hjónin að í Charlottenlund-höll, þar sem mörg af átta börnunum þeirra fæddust.

Málverk eftir Þórarin Stefánsson sem sýnir Friðrik 8. og Hannes Hafstein ríða upp Kambana 1907.

Frá unga aldri sýndi Friðrik vísindum, listum og menningu mikinn áhuga. Hann ferðaðist mikið, meðal annars til London, Parísar, Berlínar, Stokkhólms, Færeyja og Íslands. Þar sem hann var krónprins í 43 ár fékk hann nægan tíma til að búa sig undir að verða konungur en hann ríkti aðeins í sex ár. Friðrik var frjálslyndur og var hlynntur því er þingræði var innleitt í Danmörku árið 1901.

Friðriki þótti vænt um Ísland og Íslendingum um hann, meira en vant var um Danakonunga.

Á efri árum fékk konungur hjartasjúkdóm, sem dró hann til dauða þann 14. maí 1912, þar sem hann var einn á ferð í Hamborg. Starfsfólk líkhússins bar ekki kennsl á konung Danmerkur fyrr en daginn eftir. Friðrik hlaut hinsta legstað í Hróarskeldudómkirkju og eftirmaður hans var sonurinn Kristján 10.

Lengi gengu sögusagnir um að konungurinn hefði látist á gleðihúsi. Á móti hefur verið bent á að það sé ótrúlegt, þar sem hann hafi látist aðeins um korteri eftir að hann yfirgaf hótel sitt.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Rytterkongen - Et portræt af Christian 10. af Knud J. V. Jespersen, Gyldendal 2007. ISBN 978-87-02-04135-4


Fyrirrennari:
Kristján 9.
Konungur Danmerkur
(1906 – 1912)
Eftirmaður:
Kristján 10.


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.