Michelangelo Antonioni
Michelangelo Antonioni (29. september 1912 – 30. júlí 2007) var ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagagnrýnandi og varð samstarfsmaður Roberto Rossellini. Fyrstu stuttmyndirnar sem hann gerði sjálfur voru í anda ítalska nýraunsæisins en fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Cronaca di un amore 1950 fjallaði um miðstéttarfólk fremur en verkafólk. Myndir hans frá 6. áratugnum fjölluðu um firringu og brátt fór að gæta formtilrauna á borð við langar tökur og hæga eða enga framvindu í frásögninni.
Um miðjan 7. áratuginn gerði hann samning við framleiðandann Carlo Ponti um þrjár myndir á ensku sem MGM myndi dreifa. Sú fyrsta, Blowup (1966), náði miklum vinsældum, en hinar tvær, Zabriskie Point (1970) og The Passenger (1975) fengu mun síðri viðtökur.
1985 fékk hann slag sem lamaði hann að hluta og gerði hann mállausan. Eftir það gat hann lítið fengist við kvikmyndagerð þótt hann tæki þátt í að gera Beyond the Clouds með Wim Wenders 1995. 1996 fékk hann heiðursverðlaun bandarísku kvikmyndaakademíunnar.
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir í fullri lengd
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill |
---|---|---|
1950 | Cronaca di un amore | Ástarsaga |
1953 | I Vinti | Hinir sigruðu |
1953 | La signora senza camelie | Kona án blóma |
1955 | Le Amiche | Vinkonurnar |
1957 | Il Grido | Hrópið |
1960 | L'Avventura | Ævintýrið |
1961 | La Notte | Nóttin |
1962 | L'Eclisse | Sólmyrkvinn |
1964 | Il Deserto Rosso | Rauða eyðimörkin |
1966 | Blowup | |
1970 | Zabriskie Point | |
1972 | Chung Kuo, Cina | |
1975 | Professione: Reporter | |
1980 | Il mistero di Oberwald | |
1982 | Identificazione di una donna | |
1995 | Al di là delle nuvole |